Hjukrun.is-print-version

Betri vinnutími

Þann 1. júní verður í fyrsta sinn greitt samkvæmt betri vinnutíma í vaktavinnu. Hér eru allar upplýsingar sem þarf til þess að rýna í breyttan launaseðil.

Nánar

Nú hefur betri vinnutími í vaktavinnu tekið gildi og því ber að fagna. Með þeim tímamótum hefur áratugalangri kröfu launafólks verið mætt með að 100% starf í vaktavinnu sé allt að 80% viðvera.

Nánar
  • Orlof 30 dagar: Reikniregla

    Við gerð síðustu kjarasamninga var samið um 30 daga orlof fyrir alla hjúkrunarfræðinga óháð aldri

  • Fræðslusíða fyrir vaktasmiði og starfsfólk

    Fræðslusíðan Vaktakerfi - Fræðsla inniheldur efni sem er sérsniðið fyrir vaktasmiði ðg starfsfólk sem notar vaktakerfin Vinnustund, Mytimeplan og Timon.

  • Leiðbeiningar stýrihóps vegna vegna meginreglna hvíldartímalöggjafar

    Stýrihópur um betri vinnutíma hefur gefið út leiðbeiningar um meginreglur hvíldartíma.

  • BETRI VINNUTÍMI: Endurbættur vaktareiknir

    Endurbættur vaktareiknir hefur verið gefinn út á vef betri vinnutíma, en hann gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum betri vinnutíma sem tekur gildi 1. maí 2021.

  • Betri vinnutími vaktavinnumanna: opinn umræðufundur

    Kjara- og réttindasvið býður til opins umræðufundar á Teams þriðjudaginn 2. mars kl. 16:00-17:00

  • Hvernig breytist helgidagafrí með betri vinnutíma vaktavinnumanna?

    Frá 1. maí 2021, mun verða breyting á helgidagafríi. Árleg vinnuskylda hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu á reglubundnum vöktum verður að jafnaði sú sama og hjá hjúkrunarfræðingum í dagvinnu. Markmið með jöfnun vinnuskila er að gera hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu kleift að taka út frí jafnóðum þegar rauðir dagar falla á virkan dag.

  • Umbótasamtal

    Markmið umbótasamtala er að stjórnendur og hjúkrunarfræðingar leiti í sameiningu leiða til að gera starfsemi stofnana skilvirkari og bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu en það er eitt af baráttumálum stéttarinnar til margra ára.

  • Námskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu

    Fræðslusetrið Starfsmennt hefur umsjón með fræðslu til að styðja við farsæla innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu og mun fræðsluátakið standa yfir frá desember 2020 til júní 2021.

  • Betri vinnutími: Vaktareiknir

    Á vefnum betrivinnutimi.is er vaktareiknir, en reiknirinn gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum kerfisbreytinga í vaktavinnu sem taka gildi 1. maí 2021, bæði hvað varðar vinnumagn og laun út frá fyrirliggjandi forsendum hvers og eins.

  • Námskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu

    Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður starfsfólki í vaktavinnu hjá Reykjavíkurborg, ríki, sveitarfélögum og á sjálfseignarstofnunum upp á grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu.

  • Kynningarfundur: Betri vinnutími í vaktavinnu

    Kynningarfundur á Teams sérstaklega ætlaður hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu.

  • Fyrstu myndböndin fyrir starfsfólk í vaktavinnu

    Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu leggur áherslu á að allt starfsfólk og allir stjórnendur kynni sér meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal.

  • Betri vinnutími dagvinnufólks

    Breyttur vinnutími dagvinnufólks er samstarfsverkefni starfsmanna og stjórnenda og er útfærslan í þeirra höndum.

  • Hvernig verður vinnudagurinn? Matar og kaffitímar

    Gert er ráð fyrir að stytting vinnuviku í dagvinnu taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021 og ættu umbótasamtöl vegna þessa að standa yfir eða vera lokið. Útfærslan getur verið með mismunandi hætti og ræðst af því hvað hentar stofnun og starfsmönnum best.

  • Hefur vinnustaðurinn þinn hafið undirbúning á styttingu vinnuvikunnar?

    Samkvæmt kjarasamningum hjá hinu opinbera, sveitarfélögum og borg mun vinnuvikan hjá dagvinnufólki styttast 1. janúar næstkomandi.

  • Betri vinnutími

    Vefurinn betrivinnutimi.is heldur utan um helstu upplýsingar og fræðslu varðandi styttingu vinnuvikunnar. Nú þegar hafa verið birtar 7 fréttir og 11 myndbönd á vefnum. Undir liðnum spurt og svarað er helstu spurningum svarað.

  • Betri vinnutími í dag- og vaktavinnu

    Á betrivinnutimi.is er komið nýtt fræðsluefni er varðar styttingu vinnuvikunnar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála