Hefur vinnustaðurinn þinn hafið undirbúning á styttingu vinnuvikunnar?
19. nóvember 2020
Samkvæmt kjarasamningum hjá hinu opinbera, sveitarfélögum og borg mun vinnuvikan hjá dagvinnufólki styttast 1. janúar næstkomandi. Innleitt hefur verið sérstakt ferli til að framkvæma styttinguna, mikilvægt er að félagsmenn kynni sér málið vel og taki afstöðu svo styttingin nýtist sem best.
Markmið með styttingu vinnuvikunnar eru:
- Að bæta vinnustaðamenningu
- Að bæta nýtingu vinnutíma án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu
- Að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika starfsfólk og stofnana sem og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
Viljir þú fá nánari upplýsingar um ferlið hafa verið settir upp vefir sem útskýra ferlið.
Ríkið Sveitarfélögin Reykjavíkurborg
Við bendum einnig á að hægt er að bóka vinnustaðafund ef óskað er eftir kynningu frá kjara- og réttindasviði Fíh þar sem málið er kynnt frekar með því að senda fyrirspurn á kjarasvid@hjukrun.is
Dagvinna
Hefur þú kynnt þér styttingu vinnuvikunnar og áhrif hennar á dagvinnu sem tekur gildi 1. janúar 2021?
Þeir félagsmenn sem starfa í dagvinnu hjá hinu opinbera og sveitarfélögum geta kynnt sér þetta fróðlega myndband um málefnið.
Vaktavinna
Stytting vinnuvikunnar mun einnig ná til fólks í vaktavinnu.
Þann 1. maí 2021 mun vinnuvika vaktavinnufólks styttast. Hér er fróðlegt myndband þar sem farið er yfir styttinguna.