Hvernig verður vinnudagurinn? Matar og kaffitímar
26. nóvember 2020
Gert er ráð fyrir að stytting vinnuviku í dagvinnu taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021 og ættu umbótasamtöl vegna þessa að standa yfir eða vera lokið. Útfærslan getur verið með mismunandi hætti og ræðst af því hvað hentar stofnun og starfsmönnum best.
Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir. Við hámarks styttingu (4 stundir) verður grein 1.3 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili óvirk. Við lágmarks styttingu (13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku) haldast matar-og kaffitímar óbreyttir samkvæmt kjarasamningi.
Farið er yfir helstu þætti tengt matar- og kaffitímum í þessu myndskeiði:
Einnig má finna svör við algengum spurningum undir liðnum Dagvinna - spurt og svarað
Fleiri fréttir af betri vinnutíma