Hjukrun.is-print-version

Kynningarfundur: Betri vinnutími í vaktavinnu

21. desember  2020

Kjara- og réttindasvið Fíh boðar alla hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu óháð laungreiðanda  á kynningarfund um verkefnið betri vinnutími þann 11. janúar 2020 kl. 14:00. Fundurinn fer fram í gegnum Teams. Það er sérstaklega mikilvægt að trúnaðarmenn taki tímann frá og mæti á kynningarfundinn.

Dagskrá:

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh setur fund
  • Verkefnastjórn betri vinnutíma með grunnkennslu á kerfið
  • Harpa og Eva frá kjara- og réttindasviði Fíh leiða umræður og spurningar

TENGILL Á KYNNINGARFUND

Nánara fræðsluefni má finna á vefnum betrivinnutimi.is og þá sérstaklega hér: https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/fraedsluefni/

Í síðustu kjarasamningum var samið um breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks (Fylgiskjal 2). Um er að ræða mestu breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks í meira en 40 ár. Verkefnið sem snýr að breyttum vinnutíma vaktavinnufólks er samstarfsverkefni ASÍ, BHM , BSRB og Fíh  fyrir hönd launafólks og ríkis, Reykjarvíkurborgar og sveitarfélaga sem laungreiðenda.

Markmið með breytingum á vinnutíma er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Breytingunum er einnig ætlað að auka stöðugleika í mönnun, draga úr yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning. Megin kjarninn í breytingum á vinnutíma vaktavinnumanna er stytting vinnuvikunnar úr 40 klst. í 36 klst.  og umbreyting verðmæta þar sem meðal annars fjármunir sem farið hafa í greiðslur matar- og kaffitíma eru nýttir í aukið vægi vinnustunda um kvöld, helgar og nætur þannig að hægt sé að stytta vinnuvikuna niður í allt að 32 stundir, hærra vaktaálag á nóttunni auk sérstaks vaktahvata. Breytingarnar eru til þess fallnar að auka möguleika vaktavinnufólks á að vinna hærra starfshlutfall en áður og hækka þannig tekjur sínar.
Ef starfsfólk hefur ekki þegar farið í umbótasamtal á vinnustað getur það átt von á því að fá boð í það fljótlega og við hvetjum alla til virkrar þátttöku í því. Fyrir lok janúar 2021 skulu stjórnendur bjóða starfsfólki sínu sem að er í hlutastarfi hækkun á starfshlutfalli sem nemur a.m.k. styttingu vinnuvikunnar. Greining á starfsemi, umbótasamtal, hækkun starfshlutfalls hlutastarfandi eru lykilatriði þegar kemur að mati á mönnunarforsendum þannig að kerfisbreytingin nái fram að ganga.
Tíminn er naumur fram að breytingum og því um að gera að byrja að kynna sér efnið. Breyttur vinnutími vaktavinnumanna felur í sér mörg tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga og er því mikilvægt að þekkja kerfið áður en verkefnið hefst þann 1. maí næstkomandi.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála