Námskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu
21. janúar 2021
Verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu er samstarfsverkefni opinberra launagreiðenda annars vegar, þ.e. ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga og ASÍ, BHM, BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar og byggir á breytingum á kjarasamningum aðila, sem samþykktar voru árið 2020. Um er að ræða einhverjar mestu breytingar á vinnutíma í vaktavinnu í tæplega 50 ár. Samningsaðilar hafa óskað eftir því við Fræðslusetrið Starfsmennt að það hafi umsjón með fræðslu til að styðja við farsæla innleiðingu breytinganna og mun fræðsluátakið standa yfir frá desember 2020 til júní 2021.
ATH! Grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu eru ætluð öllum sem vinna vaktavinnu en önnur námskeið eru aðeins ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum.
Námskeið á vegum Starfsmenntar