Hjukrun.is-print-version

BETRI VINNUTÍMI: Endurbættur vaktareiknir

5. mars   2021

Endurbættur vaktareiknir hefur verið gefinn út á vef betri vinnutíma, en hann gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum betri vinnutíma sem tekur gildi 1. maí 2021.

Vaktareiknirinn miðar við það starfshlutfall sem hjúkrunarfræðingur ætlar að vera í og þær vaktir sem hann ætlar að vinna eftir 1. maí. Í fyrsta skrefi eru settar inn vaktir miðað við starfshlutfall. Athugið að séu of margar vaktir settar inn miðað við starfshlutfall er ekki hægt að komast í næsta skref, en þar þarf að velja stéttarfélag, launagreiðanda, launaflokk og þrep (sjá launaseðil) til að fá niðurstöður birtar.

Vaktareiknirinn tekur mið af unnum stundum utan dagvinnumarka og tekur tillit til vægi vakta vegna vinnustunda og sýnir áhrif þeirra á vinnuskilin ásamt því að reikna vaktahvata. Hann er ekki ætlaður til samanburðar við gamla kerfið heldur til að fá hugmynd um hvernig vinnuskil og laun verða miðað við gefnar forsendur og áhrif þátta eins og vaktahvata, vægi vakta, vinnuframlag, fjöldi vakta, meðaltímakaup og heildarlaun í nýju kerfi.

Ath. niðurstaðan sýnir eingöngu þá þætti í launaforsendum sem hafa með kerfisbreytinguna að gera.  Aðrar launaforsendur sem starfsfólk kann að búa yfir kunna að haldast óbreyttar eða breytast á öðrum forsendum en vegna vinnutímabreytinga.



Vaktareiknir og nánari útskýringar

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála