Réttindi til fæðingarorlofs
Til að eiga fullan rétt til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði þarf foreldri að hafa verið í 25% starfi í 6 mánuði. Réttindin skapast við:
- Fæðingu barns
- Ættleiðingu barns eða töku barns í varanlegt fóstur
- Fósturlát eftir 18. vikna meðgöngu
- Andvanafæðingu eftir 22ja vikna meðgöngu
Ítarlegri upplýsingar um réttindi til fæðingar- og foreldraorlofs eru á vef Fæðingarorlofssjóðs.
Spurt og svarað
Fæðingarorlof
Með umsókn um lengingu fæðingarorlofs þarf að fylgja:
- læknisvottorð sérfræðilæknis sem rökstyðja skal þörf fyrir framlengingu
- staðfesting vinnuveitanda og/eða Vinnumálastofnunar, eftir því sem við á, þar sem fram kemur hvenær umsækjandi hætti störfum, hvenær launagreiðslur féllu niður og hvenær veikindaréttur var fullnýttur.
Nánari upplýsingar eru á vef Fæðingarorlofssjóðs.
Á umsóknareyðublaði um fæðingarorlofsgreiðslur er hægt að óska eftir því að greitt sé til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og þar með tryggt að áunnin réttindi viðkomandi hjá stéttarfélagi haldist óbreytt meðan á fæðingarorlofi standi, s.s. réttur til úthlutunar úr styrktarsjóði, orlofssjóði, starfsmenntunarsjóði og vísindasjóði ef við á. Þá á viðkomandi áfram rétt á annarri þjónustu.
Hjúkrunarfræðingar geta sótt um fæðingarstyrk hjá styrktarsjóði Fíh.
Rétturinn fellur niður við 8 ára aldur barns. Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldraorlofs sem er ekki framseljanlegur.
Foreldraorlofsrétturinn skiptist þannig að hvort foreldri um sig á sjálfstæðan og óframseljanlegan rétt til fjögurra mánaða orlofs til að annast barn sitt (2 x fjóra mánuði fyrir hvert barn).
Þau réttindi sem starfsmaður hefur þegar áunnið sér eða er að ávinna sér á upphafsdegi foreldraorlofs haldast óbreytt til loka orlofsins ásamt þeim breytingum sem kunna að hafa orðið á áunnum réttindum á grundvelli laga eða kjarasamninga.
Dæmi um slíka ástæðu getur meðal annars verið ef starf viðkomandi er lagt niður meðan á fæðingarorlofi stendur.
Starfsmaður í fæðingarorlofi á rétt til greiðslu orlofs- og desemberuppbótar.