Laun
Hvernig á að lesa úr launaseðlinum?
Hjúkrunarfræðingar leita til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga m.a. til að fá aðstoð við að lesa úr launaseðli sínum.
Hér á eftir birtist dæmigerður launaseðill hjúkrunarfræðings í 100% vaktavinnu, frá Fjársýslu ríkisins með útskýringum. Launaseðilinn er raunverulegur en öll persónueinkenni hafa verið þurrkuð burt.
Hver liður er númeraður og hverju númeri fylgir útskýring með texta og útreikningi þar sem það á við. Útborgunardagur þessa launaseðils er 1. mars 2015 og viðkomandi starfsmaður starfar á tiltekinni deild á LSH. Í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra segir orðrétt um launaseðilinn í gr. 16.1.1:
„Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu.
Á launaseðli skulu tilgreind: föst laun starfsmanns það tímabil sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda, frítökuréttur og sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar.“
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur hjúkrunarfræðingum að geyma ætíð alla launaseðla og vinnuskýrslur. Launaseðill er m.a. sönnun þess að viðkomandi starfsmaður hafi verið í starfi hjá vinnuveitanda á þeim tíma sem um ræðir, að greitt hafi verið fyrir hann í lífeyrissjóð og félagsgjöld til stéttarfélags hafi verið greidd.
Orlofsuppbót 2022
Ríki |
53.000 kr. |
Reykjavíkurborg | 53.000 kr. |
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu | 53.000 kr. |
Samband íslenskra sveitafélaga |
53.000 kr. |
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma
Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikna) samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum samningsins.
Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé.
Dæmi um orlofsuppbót hjá hjúkrunarfræðingi í tímavinnu:
Hjúkrunarfræðingur í tímavinnu sem hefur unnið samtals 555 stundir á árinu. Til að fá fulla orlofsuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1.504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555 stundum fær hann hlutfall af orlofsuppbótinni eða 555/1.504 =36,9%.
Desemberuppbót 2022
Ríki |
98.000 kr. |
Reykjavíkurborg |
109.100 kr. |
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu | 98.000 kr. |
Samband íslenskra sveitafélaga |
124.750 kr. |
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé.
Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.
Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.
Dæmi um desemberuppbót hjá hjúkrunarfræðingi í tímavinnu:
Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur samtals stundir á árinu: Til að fá fulla desemberuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1.504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555 stundum fær hann hlutfall af desemberuppbótinni 555/1.504 =36,9%.
Það þýðir að hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi ríkis, sjálfseignarstofnana eða Reykjalundar fær 36.162 kr., hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Reykjavíkurborg fær 40.258 kr. og hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga fær 46.033 kr.
Launagreiðendur standa skil á eftirfarandi gjöldum:
Skil úr launakerfi og bankaupplýsingar
Greiðslur skal inna af hendi til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:
Bankareikningur: 0301-26-7700
Kt. 570194-2409
Rafræn skil skilagreina (XML): skilagrein.is
Netfang fyrir skilagreinar (SAL færsla): skbif@hjukrun.is
Til að hægt sé að senda rafrænt verður launþeginn að vera merktur með:
- stéttarfélagsnúmeri (Fíh 611)
- gildum færslutegundum
Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Merkja skal skilagreinarnar númeri félagsins sem er 611.
Gildar færslutegundir
Færslulykill | |
Nr. |
Atriði |
1 |
Kennitala launagreiðanda |
2 | Dagsetning útskriftar |
3 |
Tegund færslu (F,O,E,S,T,V,M,C) |
4 |
Númer stéttarfélags (SAL númer) |
5 |
Kennitala launþega |
6 |
Ár og mánuður sem greitt er fyrir |
7 |
Iðgjald félagsgjald o.s.frv. |
8 |
Mótframlag launagreiðanda (aðeins v.lífeyrissj) |
9 | Autt |
10 |
Auðkenni (S fyrir summufærslu, annars autt) |
11 |
Tímabil frá (ritháttur áááámmdd) |
12 |
Tímabil til (ritháttur áááámmdd) |
13 | Starfshlutfall |
Skýring svæða | |
1 og 5 | Kennitölur án bandstriks |
3 | Tegund færslu getur verið: F - Félagsgjald 1,35% O - Orlofssjóður E - Starfsmenntunarsjóður 0,22% S - Sjúkrasjóður 1% T - Styrktarsjóður 0,55% V - Vísindasjóður 1,5% V - Starfsþróunarsetur 0,6% C - sérstakt iðgjald skv. bókun 1 í kjarasamn. ríkis 0,1% |
7 og 8 |
Ritháttur er krónur og aurar, upphæðin 1111 kr. er rituð: 000000111100 |