Lífeyrir
Ávinningur af lífeyrissjóðsaðild
- Ellilífeyrir til æviloka.
- Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu.
- Maka- og barnalífeyrir við fráfall sjóðfélaga.
- Möguleiki á lánum frá lífeyrissjóði.
Viðbótalífeyrissparnaður
Í kjarasamningum er ákvæði um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%. Starfsmaður getur valið hvort hann geymir viðbótarlífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðum, bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum eða líftryggingafélögum.
Ítarefni
Á vefsvæði LSR er að finna allar upplýsingar um lífeyrismál hjúkrunarfræðinga, bæði A-deild og B-deild: www.lsr.is
Lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
Lög nr. 1/1997 um lífeyrisjóð starfsmanna ríkisins
Á upplýsingavef Landssamtaka lífeyrissjóða er að finna greinargóða umfjöllun um lífeyrismál.