Hjukrun.is-print-version

Trúnaðarmenn og trúnaðarmannaráð skapa trúnaðarmannakerfi Fíh. Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna Fíh og stjórnenda stofnana og miðlar upplýsingum um kjara- og réttindamál til félagsmanna Fíh á hverri starfseiningu.

Trúnaðarmannaráð er ráðgefandi fyrir starfsmenn kjara- og réttindasviðs og samninganefnd félagsins við stefnumótun í kjaramálum og kjarasamningagerð. 

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna Fíh og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs Fíh hins vegar. Hann miðlar upplýsingum um kjara- og réttindamál til félagsmanna á hverri starfseiningu og stendur vörð um réttindi og skyldur þeirra. Fyrirspurnum og kvörtunum kemur hann í farveg innan stofnunar eða til kjara- og réttindasviðs Fíh.

Trúnaðarmaður er vel upplýstur um kjarasamninga og ný og breytt kjaraatriðið hverju sinni og honum ber að upplýsa félagsmenn um þeirra kjör.

Ákvæði um trúnaðarmenn í samningum og lögum

Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur

Lög nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna

Samkomulag um trúnaðarmenn hjá sveitarfélögum

Trúnaðarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.

Kjör og skipan trúnaðarmanna Fíh fer fram fyrir 1. febrúar annað hvert ár þegar ártal er á oddatölu. Tilnefning um trúnaðarmann er send til kjararáðgjafa Fíh fyrir 25. janúar, og séu fleiri en ein tilnefning frá starfseiningu hefur kjara- og réttindasvið Fíh umsjón með kosningu. Berist engin tilnefning frá starfseiningu mun kjara- og réttindasvið skipa trúnaðarmann án tilnefningar.

Mikilvægt er að hafa í huga að eftir tvö ár rennur kjörtímabil trúnaðarmanns út. Ef trúnaðarmaður er ekki endurkjörinn missir hann þá vernd og réttindi sem hann annars nýtur samkvæmt lögum.

 

Verklagsreglur um kjör og skipan trúnaðarmanna Fíh


Tilkynning um trúnaðarmann og fjöldaviðmið í kosningu

Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm félagsmenn starfa er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi. Á vinnustöð þar sem 50 félagsmenn eða fleiri starfa má kjósa tvo trúnaðarmenn. Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema kosning hans hafi verið tilkynnt vinnuveitanda skriflega og sannanlega. Það er því mjög mikilvægt að kjörnir trúnaðarmenn gæti þess að tilkynningaskyldu sé fylgt eftir með því að fylla út tilkynningu um trúnaðarmann.


  • Trúnaðarmaður á rétt að því að sinna skyldum sínum í vinnutíma sbr. 29. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
  • Trúnaðarmaður á rétt á því að hann sé ekki látinn gjalda þess að gegna stöðu trúnaðarmanns sbr. 30. gr fyrrnefndra laga.
  • Trúnaðarmaður á rétt á því að vinnuveitandi láti honum í té upplýsingar um lausar stöður, ráðningarkjör og umsækjendur.
  • Trúnaðarmanni er heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnu og námskeið á vegum stéttarfélagsins í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Þeir sem eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum.
  • Tilkynna skal yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um fjarvistir vegna funda á vegum stéttarfélagsins.
  • Óheimilt er að flytja trúnaðarmann í lægri launaflokk meðan hann gegnir starfi trúnaðarmanns.
  • Sé trúnaðarmaður valinn úr hópi starfsmanna sem ráðnir eru með uppsagnarfresti skal hann að öðru jöfnu sitja um að halda vinnunni komi til uppsagna.
  • Að öðru leyti vísast til fyrrnefndra laga.

Fíh heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins tvisvar á ári og á námskeiðinu eru trúnaðarmenn upplýstir um stöðu kjaramála eða annarra mála er varða hjúkrunarfræðinga. Námskeiðin eru opin öllum trúnaðarmönnum Fíh og eru auglýst á vef félagsins. Að auki sendir Fíh tilkynningar á trúnaðarmenn um námskeiðin með góðum fyrirvara.

Fíh ber skylda til að styrkja og aðstoða trúnaðarmenn í hverjum þeim málum sem upp koma og trúnaðarmaður getur ávallt vísað málum til Fíh sem hann telur sig ekki geta leyst úr.

Ferðakostnaður trúnaðarmanna af landsbyggðinni er greiddur samkvæmt verklagsreglum Fíh þar um.

Grunnupplýsingar um kjarasamninga fyrir trúnaðarmenn hjá ríki, borg og sveitarfélögum
Helstu atriði kjarasamninga


Í trúnaðarmannaráði sitja í heild 18 fulltrúar auk starfsmanna kjara- og réttindasviðs Fíh. Skipan í ráðið tekur mið af viðsemjendum Fíh í miðlægum kjarasamningum.

Allir trúnaðarmenn geta gefið kost á sér fyrir sitt svið/heilbrigðisstofnun, en kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. mars þau ár sem standa á oddatölu.


Starfsreglur trúnaðarmannaráðs

Trúnaðarmannaráð

Nafn
Stofnun
Deild

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála