Hjukrun.is-print-version

Ferðir á vegum Fíh

Fulltrúar Fíh sem ferðast innanlands á vegum félagsins fá greidd fargjöld og dagpeninga samkvæmt ákveðnum reglum. Þeir skulu skila kvittun fyrir flugmiða eða akstursbók í afgreiðslu við komu eða sem fyrst. Velja skal hagkvæmasta ferðamáta hverju sinni.

Kostnaður vegna ferðalaga innanlands á vegum vinnuveitanda/Fíh  skal greiðast eftir reikningi enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir ef hluti vinnudags er unnin svo langt frá föstum vinnustað að starfsmaður þarf að kaupa sér fæði utan heimilis eða fasts vinnustaðar (5.1.1.)

Fargjöld

Flugfargjöld: Félagsmaður bókar og greiðir hagkvæmasta flugfargjald hverju sinni. Kostnaður vegna flugs er greiddur gegn framvísun kvittana. Skila skal kvittunum í afgreiðslu.

Akstur: Akstur á eigin bifreið skal greiddur sem nemur kílómetragjaldi skv. reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Kostnaður vegna aksturs milli komustaðar og dvalar-/fundarstaðar skal greiddur gegn framvísun kvittunar. Heimilt er að greiða hluta kostnaðar vegna töku bílaleigubíls eða sem nemur tveimur fargjöldum leigubíla milli Reykjavíkurflugvallar og Suðurlandsbrautar 22.

Dagpeningar

Um greiðslu dagpeninga skal fara eftir gildandi reglum ferðakostnaðarnefndar vegna greiðslu dagpeninga til ríkisstarfsmanna á ferðalögum. Nýjasta tilkynning ferðakostnaðarnefndar

Greiða skal gisti- og fæðiskostnað með dagpeningum, sé um það samkomulag eða ekki unnt að leggja fram reikninga (5.2.1.)

Dagpeningar innanlands: Innanlands eru greiddir fæðispeningar í samræmi við fjölda fundadaga. Sé fæði í boði félagsins á fundartíma eru greiddir hálfir fæðispeningar. Greiddir eru hálfir fæðispeningar fyrir ferðadaga ef ekki reynist mögulegt að fá far sama dag og fundur er haldinn.

Gisting

Gisting vegna stjórnarfunda og nefndafunda sem haldnir eru utan heimabyggða þátttakenda er greidd gegn framvísun kvittana. Skrifstofa félagsins leitar hagstæðustu kjara við gistingu.
Tilkynna þarf með einnar viku fyrirvara ef félagsmaður gistir á vegum félagsins.
Gisti félagsmaður ekki á vegum félagsins hefur hann ekki rétt á sérstökum greiðslum fyrir gistikostnað.

 

Tryggingar

Starfsmenn og stjórnarmenn Fíh sem sækja fundi á vegum félagsins innanlands eru tryggðir á ferðum sínum. Hafa skal samband við fjármálastjóra Fíh til að fá staðfestingu á tryggingu.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála