Í ár eru liðin 100 ár frá stofnun SSN. Í september 1920 komu saman í Kaupmannahöfn 1000 hjúkrunarfræðingar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á fyrsta samnorræna samráðsfund hjúkrunarkvenna.
Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarinnar vegna covid-19 þar sem allir hlaupa hratt og gera sig best til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra bestan hátt.
„Stór hluti starfs okkar undanfarið hefur verið að róa fólk. Breytingarnar voru svo hraðar til að byrja með og við áttum fullt í fangi með að læra hvernig við ættum að bregðast við, sem og að halda ró okkar í þessu ölduróti.
Heilsuvera.is er sá vefur sem flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja og ekki síður netspjallið á síðunni sem hefur slegið öll met í fjölda heimsókna í kjölfar covid-19.
„Álagið er búið að vera gríðarlega mikið síðustu vikur. Ég byrjaði að starfa í Orkuhúsinu 1. september og fljótlega eftir það byrjaði þriðji faraldurinn,“ segir Ingibjörg Rós Kjartansdóttir sem fór úr háloftunum í covid-gallann í sýnatökur í Orkuhúsinu.
Hjúkrunarfræðingarnir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason voru meðal þeirra fyrstu sem greindust með covid-19. Þau halda reglulega fjölbreytt námskeið í skyndihjálp og sérhæfðum námskeiðum fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum á vegum Bráðaskólans sem þau eru búin að eiga í tæp tíu ár.
„Það þýðir nú lítið að vera að velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt,“ segir Ásta Thoroddsen aðspurð um hver mesta eftirsjáin er, en hún ásamt Gísli Níls Einarssyni og Sigurði Ými Sigurjónsyni sitja fyrir svörum um allt frá því hvaða bækur liggja á náttborðinu þeirra til dyggða og lasta.
Eftir að Eyrún Gísladóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði lét hún gamlan draum rætast að fara til Indlands til að kynnast menningu og þjóð Indverja, en ekki síður að vinna sem sjálfboðaliði við hjúkrun.
Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur er með marga hatta á höfðinu því hún er forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ, formaður kennslunefndar Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og vinnur líka á rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum.
Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?
Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.
Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.
Nightingale-verkefnið er þáttur í alþjóðlega Nursing Now-verkefninu sem ætlað er að vekja athygli á störfum og mikilvægi fagstéttarinnar um allan heim.
Kristín Þórarinsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Thorberg
Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og samruna stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli þessara tveggja þátta.
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.
Kristín Björnsdóttir Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.