Hjukrun.is-print-version

Ástand húðar og lífsgæði stómaþega

herdis

Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Oddfríður Jónsdóttir, Landspítala
Geirþrúður Pálsdóttir, Icepharma


Tilgangur: Að meta lífsgæði stómaþega og kanna tíðni og alvarleika húðvandamála í kringum stóma og áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti.

Aðferð: Fjölþjóðleg rannsókn á 3.017 stómaþegum í 18 löndum, þar af 73 á Íslandi. Í tveimur viðtölum með 6-8 vikna millibili voru lífsgæði metin með Stóma QoL spurningalistanum, húð í kringum stóma metin með Ostomy Skin Tool (OST) og þátttakendur spurðir hvort þeir ættu við húðvandamál að etja. Marktæknimörk í tölfræðigreiningum voru sett við p≤0,05.

Niðurstöður
: Í fyrra viðtali greindust húðvandamál hjá 60% þátttakenda. Af þeim töldu 53% sig eiga við húðvandamál að etja. Tíðni húðvandamála hafði fylgni við hækkandi aldur (p=0,025) og lengri tíma frá aðgerð (p=0,021). Ástand húðar var betra hjá einstaklingum sem notuðu eins hluta stómabúnað (p=0,024) og hjá þeim sem notuðu flata plötu (p=0,002). Stóma QoL stig voru fleiri eftir því sem ástand húðar var betra. Sá þáttur sem
hafði mesta fylgni við ástand húðar og lífsgæði var leki hægða undir plötu. Algengustu ástæður húðvandamála voru erti-snerti húðbólga og áverkar. Meðal Stóma QoL stig og ástand húðar var marktækt betra í viðtali 2 (p<0,0001).

Ályktanir:
Húðvandamál eru algeng meðal stómaþega en einungis hluti þeirra gerir sér grein fyrir því. Niðurstöður benda til þess að sambland af ráðleggingum hjúkrunarfræðings og notkun á SenSura stómabúnaði geti haft áhrif á ástand húðar og lífsgæði stómaþega. Stöðluð matstæki eins og OST og Stóma QoL geta gert hjúkrunarmeðferð stómaþega markvissari og stuðlað að bættum lífsgæðum þeirra.

Lykilorð:
Stóma, lífsgæði, húðvandamál, stómahjúkrun.

4.tbl. 2011: Ástand húðar og lífsgæði stómaþega

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála