Hjukrun.is-print-version

Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi

herdis

Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Ráðgjöf í reykbindindi
Ragnheiður Harpa Arnardóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri


Forvarnir gegn tóbaksnotkun eru mikilvægar og hluti af aðalnámskrá grunnskólanna. Hvernig tóbaksvörnum er sinnt í skólunum hefur ekki verið rannsakað áður hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi.

Aðferð: Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun. Þýðið spannaði alla skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga í grunnskólum landsins, samtals 314 manns. Svör bárust frá 73% grunnskóla landsins.Gagnasöfnun fór fram í marsmánuði 2010.

Niðurstöður: Tóbaksvörnum var sinnt að einhverju leyti í öllum skólum nema einum, óháð landshlutum. Tóbaksvörnum var mest sinnt í 7. og 8. bekk tengt verkefninu ,,Reyklaus bekkur“. Þriðjungur 10. bekkja í skólunum fékk enga tóbaksvarnaíhlutun.
Einungis fjórir skólar sinntu tóbaksvörnum í öllum bekkjum. Umsjónarkennari eða skólahjúkrunarfræðingur sinntu tóbaksvarnafræðslu í öllum skólum, í 39% tilvika með aðstoð annarra aðila. Algengasta námsefnið var 6H heilsunnar, Vertu–frjáls
reyklaus og Tóbaksvarnafræðsla Lýðheilsustöðvar. Tóbaksvarnir fóru oftast fram í tímum umsjónarkennara og í lífsleiknitímum.

Reglur um tóbaksnotkun voru í 88% skólanna. Tóbaksvarnir voru í námskrám 65% skólanna, samkvæmt svörum skólastjóra, en skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á tóbaksnotkun í um helmingi skóla þátttakenda. Einungis 45% hjúkrunarfræðinganna spurðu um tóbaksnotkun í heilsfarsskoðunum nemenda.

Ályktanir: Tóbaksvörnum er sinnt í skólum landsins, óháð landshlutum, en talsvert vantar upp á að þeim sé nægilega vel sinnt í 1. – 6. og 10. bekk. Umsjónarkennarar og skólahjúkrunarfræðingar bera hitann og þungann af tóbaksvörnum skólanna. Námsefni
Lýðheilsustöðvar er vel nýtt í tóbaksvörnum skólanna. Reglur um tóbaksnotkun eru í flestum skólum en ákvæði um tóbaksvarnir vantar í námskrá hjá þriðjungi skólanna. Tækifæri til umræðu um tóbaksnotkun við heilsufarsskoðun nemenda eru vannýtt.

Lykilorð: Tóbaksvarnir, grunnskóli, skólahjúkrun, námskrá.

4.tbl. 2011: Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála