Hjukrun.is-print-version

Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

Guðrún Yrsa Ómarsdóttir o.fl.

Lyfjamistök eru talin meðal algengustu mistaka í heilbrigðisþjónustu og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi sjúklinga (Fathi o.fl., 2017; Kohn o.fl., 2000). Í nýlegri grein, er talið að mistök í heilbrigðisþjónustu séu þriðja helsta dánarorsök í Bandaríkjunum (Makary og Daniel, 2016).Rétt fyrir síðustu aldamót kom út skýrslan To Err is Human sem varpaði ljósi á að allt að 44-98 þúsund sjúklingar í Bandaríkjunum látast árlega af völdum mistaka í meðferð. Í framhaldinu upphófst alþjóðlegt átak til að efla öryggi og öryggissiði innan spítala til að fyrirbyggja mistök í meðferð sjúklinga. Í sömu skýrslu er talið að orsakir mistaka í heilbrigðisþjónustu séu í langflestum tilvikum tengd brotalömum í skipulagi stofnana (Kohn o.fl., 2000). Í fyrrnefndri skýrslu er áætlað að um 7.000 manns deyi árlega í Bandaríkjunum vegna lyfjamistaka. Þessi tala svarar til nærfellt einni af hverjum tuttugu sjúkrahúsinnlögnum. Einnig er bent á í skýrslunni að árið 1993 voru 7.391 dauðsföll af völdum lyfjamistaka samanborið við 2.876 árið 1983 (Kim o.fl., 2011; Kohn o.fl., 2000). Í annarri skýrslu stofnunarinnar Institute of Medicine (2007), Preventing Medication Errors, er ályktað að búast megi við einum lyfjamistökum á dag fyrir hvern legusjúkling. Á heimsvísu er talið að skráð lyfjamistök svari til um 2-5% allra innlagna á sjúkrahúsum og koma má í veg fyrir mörg þeirra (Agency for Healthcare Research and Quality, 2017; Latimer o.fl., 2017).

Greinin í fullri lengd

 

Fagið

Fagleg málefni

Heilbrigðiskerfi

Lyfjastefna og lyf

Faggrein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála