Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: Forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG
Arna Garðarsdóttir, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins
Brynja Örlygsdóttir, Háskóla Íslands
Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Háskóla Íslands
Sóley S. Bender, Háskóla Íslands
Tilgangur: Unglingsárin eru tími mikilla breytinga og áhættuhegðun algeng. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt klínískt skimunartæki sem nefnist hEiLung og ætlað er að meta heilbrigði
unglinga í framhaldsskólum, bæði verndandi þætti og áhættuþætti/áhættuhegðun og að skoða hagnýtt gildi þess.
Aðferð: Gerð var forprófun á HEILUNG og tekin þrjú viðtöl við skólahjúkrunarfræðing um notkun tækisins. Skólahjúkrunarfræðingur í einum framhaldsskóla í reykjavík safnaði gögnum. Stuðst var
við tilgangsúrtak og voru þátttakendur þeir nemendur sem leituðu til skólahjúkrunarfræðings til heilsueflingar vorið 2016. gerð var þáttagreining, fylgniútreikningar og tilgátuprófanir. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðinginn voru skráð og greind eftir fyrirframákveðnum efnisþáttum.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 68 nemendur á aldrinum 15–20 ára; meðalaldur 17,9 ár, 76% voru stúlkur og 24% piltar. Þáttagreining leiddi í ljós tvo þætti: sjálfsmynd og sjálfstrú, en ekki reyndist unnt
að þáttagreina áhættuþætti/áhættuhegðun. innra samræmi þáttagreiningarinnar reyndist vera yfir α=0,8 fyrir báða þættina. Fylgni var á milli þáttanna sjálfsmyndar og sjálfstrúar en ekki á milli verndandi
þátta og áhættuþátta/áhættuhegðunar. Niðurstöður renna stoðum undir hugsmíðaréttmæti verndandi þátta. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðing gáfu til kynna að skimunartækið væri auðvelt í notkun og að það gæfi heildrænni mynd af heilbrigði unglingsins en hefðbundin viðtöl.
Ályktanir: Forprófunin gefur góðar vísbendingar um áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti skimunartækisins hvað varðar verndandi þætti en þörf er á því að prófa það áfram og leggja fyrir stærra úrtak til að skoða betur áhættuþætti og áhættuhegðun. Skimunartækið er auðvelt í notkun og gefur heildræna mynd af heilbrigði unglingsins.
Lykilorð: Unglingar, heilsa unglinga, verndandi þættir, áhættuþættir, áhættuhegðun, skimunartæki.
3. tbl. 2019: Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: Forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG