Hjukrun.is-print-version

Virkni og viðbótarmeðferð á íslenskum hjúkunarheimilum

3. tbl. 2019
Ritrýnd grein: Ingibjörg Hjaltadóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Þóra Jenný Gunnarsdóttir

Ingibjörg Hjaltadóttir, Landspítala, Háskóla Íslands, Rúnar Vilhjálmsson, Háskóla Íslands og Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands

Tilgangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum eiga við margvísleg andleg og líkamleg vandamál að stríða, m.a. þunglyndi og hegðunarvanda. rannsóknir hafa sýnt að um helmingur íbúa eyðir litlum eða engum tíma í virkni og að stjórnendur hjúkrunarheimila eru meðvitaðir um mikilvægi þess að örva virkni íbúa en úrræði og þekking eru ekki alltaf fyrir hendi. Yfirlit yfir hvaða virkni er í boði á hjúkrunarheimilum er ekki til. Viðbótarmeðferð virðist hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og til að bæta líðan og ánægju íbúa á hjúkrunarheimilum. Engar upplýsingar eru til um hvaða tegundir viðbótarmeðferðar eru í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og viðbótarmeðferð er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum og hverjir skipuleggja og veita meðferð. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimili þurfi stuðning til að efla þessa meðferð.

Aðferð: Tveir spurningalistar, annar um meðferð til að auka virkni og hinn um notkun viðbótarmeðferðar, voru samdir og sendir til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, 59 talsins. Fmmtíu og tvö hjúkrunarheimili (88%) svöruðu listanum um virkni og afþreyingu og 45 heimili (76%) svöruðu listanum um viðbótarmeðferð.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili (n=52;100%) buðu upp á meðferð til að auka virkni og 43 hjúkrunarheimili (96%) upp á viðbótarmeðferð. Margar ólíkar starfsstéttir áttu þátt í
því að skipuleggja og veita þessa meðferð, en helst eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Algengasta meðferð til að auka virkni var upplestur og að horfa saman á myndir og hlusta á tónlist. Algengustu gerðir viðbótarmeðferðar voru heitir bakstrar, leikfimi og nudd. Hjúkrunarstjórnendur vildu flestir fá aðstoð við að efla þessa þætti í þjón ustu við íbúa, t.d. með fræðslu eða aukinni samvinnu við aðrar
stofnanir.

Ályktanir: Virkni og viðbótarmeðferð er mikilvægur þáttur í þjónustu á íslenskum hjúkrunarheimilum en hjúkrunarheimilin þurfa stuðning til að auka þekkingu starfsmanna á þessari meðferð og að efla hana enn frekar.

Lykilorð: Virkni, viðbótarmeðferð, aldraðir, hjúkrunarheimili

3. tbl. 2019: Virkni og viðbótarmeðferð á íslenskum hjúkunarheimilum

 

 

 

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála