Hjukrun.is-print-version

Markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga — Nightingale-verkefnið

3. tbl. 2020
Helga Ólafs

Nightingale-verkefnið er þáttur í alþjóðlega Nursing Now-verkefninu sem ætlað er að vekja athygli á störfum og mikilvægi fagstéttarinnar um allan heim. Markmið átaksins hefur verið að bæta stöðu og ímynd hjúkrunar á alþjóðavettvangi og valdefla hjúkrunarfræðinga. Því var sett af stað svonefnd Nightingale-verkefnið í ár í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Florence Nightingale sem hefur þann tilgang að ná til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra yngri en 35 ára og styðja næstu kynslóð í að verða leiðtogar í sínu fagi.
Markmiðið var að a.m.k. 20.000 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður um heim allan njóti góðs af átakinu og a.m.k. 1.000 vinnustaðir taki þátt í verkefninu. Nú þegar hafa yfir 20.000 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á 572 vinnustöðum í 66 löndum hafið þátttöku í verkefninu. Nightingale-verkefninu hefur verið hrint af stað hér á landi og þegar nokkrir vinnustaðir skráð sig til leiks.

Nightingale-verkefni Reykjavíkurborgar 2020

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók fagnandi áskorun Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (ICN) um að leggja sitt af mörkum til markvissrar styrkingar á fagmennsku og leiðtogahæfileikum ungra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingarnir Margrét Guðnadóttir og Vilhelmína Einarsdóttir tóku að sér að halda utan um verkefnið innan borgarinnar og skipuleggja framkvæmd þess og framgang. Unnið var út frá hugmyndum leiðtogaþjálfunar og stuðst við fræðsluefni og umræðu um ýmsa sérhæfða nálgun hjúkrunar. Dagskráin samanstóð af fjölbreyttum tveggja klukkustunda mánaðarlegum fræðslufundum á dagvinnutíma, í skemmtilegum og örvandi félagsskap ungra hjúkrunarfræðinga innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Rætt var um leiðtogahæfileika og þreytt voru stutt próf til að greina betur styrkleika og veikleika hvers og eins. Í framhaldinu voru þátttakendur hvattir til að nýta sér sér þetta tækifæri til að finna sér formlegan leiðbeinanda og setja sig í samband við fagmann sem væri þeim fyrirmynd.
Fjallað var um framtíð hjúkrunar og heilbrigðiskerfisins, stefnu hjúkrunar, persónulega markmið og faglega þróun. Rætt var um leiðtogahæfileika og þreytt voru stutt próf til að greina betur styrkleika og veikleika hvers og eins. Í framhaldinu voru þátttakendur hvattir til að nýta sér sér þetta tækifæri til að finna sér formlegan leiðbeinanda og setja sig í samband við fagmann sem væri þeim fyrirmynd. Að sögn Margrétar er markviss stuðningur leiðbeinanda vannýtt auðlind. Innan fagsins eru margar góðar fyrirmyndir sem auðvelt er að nálgast. Með auknu og skipulögðu samtali milli óreyndra og þeirra sem búa yfir meiri reynslu liggja tækifæri gagnkvæms lærdóms og þróunar á enn sterkari fagvitund hjúkrunarfræðinga, segir Margrét.

Breyttar aðstæður í vinnuumhverfinu og samfélaginu hafði ófyrirséð áhrif á verkefnið og því verður það að bíða betri tíma. Að sögn Margrétar var þátttaka mjög góð og fleiri hefðu viljað taka þátt en fengu vegna aldurstakmarkana. „Það er fullvíst að velferðarsvið Reykjavíkurborgar mun áfram leggja áherslu á markvissa styrkingu á faglegri færni hjúkrunarfræðinga sinna,“ segir hún.

20 hjúkrunarfræðingar frá 12 deildum Landspítalans tóku þátt

Nightingale-verkefninu var hrint af stað í lok janúar 2020 á Landspítala með þátttöku 20 ungra hjúkrunarfræðinga frá 12 klínískum deildum. Nightingale-verkefnið fellur vel að áherslum Landspítala um starfsþróun innan skilgreinds vinnutíma í frjóu lærdómsumhverfi með það að markmiði að starfsfólk Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar. Þátttakendur skuldbundu sig til að taka virkan þátt í fjölbreyttri dagskrá um leiðtogafærni á 12 mánaða tímabili frá janúar til desember 2020.

Verkefnið á Landspítalanum hefur falið í sér leiðtogaþjálfun þar sem þátttakendur hafa lesið greinar og hlustað á myndbönd um leiðtogahæfni, tekið nám á netinu á vegum Institute for Healthcare Improvement Open School, komið saman og hlustað á fyrirlestra sem tengjast leiðtogahlutverkinu, og farið í heimsókn til Embættis landlæknis, að sögn Huldu Pálsdóttur, verkefnastjóra menntadeildar Landspítala. Fyrirlestrarnir hafa verið um markmiðasetningu og teymisvinnu, hvernig við nýtum styrkleika okkar í starfi og leiðtogafærni. Hver mánuður er tileinkaður ákveðnu þema og í febrúar var þemað t.a.m. teymisvinna.

„Það er von okkar á Landspítalanum að þátttakendur öðlist færni til að eiga frumkvæði að og stýra verkefnum innan Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar. Viðfangsefnin eru endalaus og óteljandi og til þess þarf hæft fólk með frumkvæði, drifkraft og ástríðu að leiðarljósi um að stýra verkefnum er stuðla að umbótum í starfi.“

 

„Covid-19-faraldurinn hefur auðvitað sett strik í reikninginn og hindrað þátttöku okkar bæði í að fara á milli deilda innan spítalans og leyft þátttakendum að velja sér leiðbeinanda á öðrum deildum, kynnast honum nánar og fylgja honum eftir í starfi. En á móti kemur að við eigum mjög færa leiðtoga innanhúss sem hafa komið og spjallað við okkur,“ segir Hulda. „Þá bauð Embætti landlæknis okkur í heimsókn við mikla ánægju þátttakenda. Starfsemi embættisins var kynnt og héldu nokkrir hjúkrunarfræðingar og landlæknir erindi og var áhersla lögð á umbótastörf í þágu heilsu og vellíðanar landsmanna. Það er von okkar á Landspítalanum að þátttakendur öðlist færni til að eiga frumkvæði að og stýra verkefnum innan Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar. Viðfangsefnin eru endalaus og óteljandi og til þess þarf hæft fólk með frumkvæði, drifkraft og ástríðu að leiðarljósi um að stýra verkefnum er stuðla að umbótum í starfi.“


Hlustum-verkefnið á vegum Sjúkrahússins á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri tók þátt í Nightingale-verkefninu og lagði sitt af mörkum við að styðja ákvörðun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) með einu ákveðnu verkefni, HLUSTUM sem stýrt var af Erlu Björnsdóttur, ráðgjafa fræðslu og starfsþróunar á SAk. Tilgangur verkefnisins var að skilgreina og reyna að koma til móts við þarfir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með það í huga að bæta starfsumhverfi þeirra.

Hver og ein deild skipaði tvo fulltrúa sem tóku þátt í verkefninu fyrir hönd deildarinnar. Leitast var við að fulltrúar deildanna væru undir 35 ára líkt og verkefni Nightingale kvað á um. Starfsmenn deilda SAk höfðu síðan tækifæri til þess að koma hugmyndum um bætt starfsumhverfi til þeirra fulltrúa sem skipaðir voru og tóku þátt fyrir hönd hverrar deildar. Haldnir voru vinnufundir með fulltrúum allra deilda þar sem farið var í gegnum þá þætti sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður töldu geta haft áhrif á starfsumhverfi, starfslíðan eða starfsþróun þeirra. Lagðar voru fram spurningar um hver áhrifin yrðu ef kæmi til þeirra breytinga sem lagðar voru til. Um miðjan nóvember munu niðurstöður verkefnisins verða kynntar starfsmönnum SAk á opnum fundi. Þar verður farið yfir þær hugmyndir sem komu fram og þær breytingar sem munu eiga sér stað og hafa áhrif á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Ljóst er að niðurstöðurnar munu einnig hafa áhrif á aðrar starfstéttir og er það einkar gleðilegt, sumar þeirra eru nú þegar komnar til framkvæmda þó ekki sé búið að kynna þær og má nefna til dæmis breytingar á matseðli í eldhúsi, aðgengi að „smoothie“ í eldhúsi, gleðistyrk Glaums o.fl.

„Það er mikilvægt að viðhorf starfsfólksins fái að heyrast og það fái að vera þátttakendur þar sem aðaláhersla er lögð á samtal sem byggist á einlægum áhuga og það að efla traust. Það er von mannauðsdeildar að verkefni sem þetta verði fyrirmynd að áframhaldandi vinnu með fleiri starfstéttum svo veita megi og bæta þjónustu sem fullnægir þörfum starfsmanna,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

„Það er mikilvægt að viðhorf starfsfólksins fái að heyrast og það fái að vera þátttakendur þar sem aðaláhersla er lögð á samtal sem byggist á einlægum áhuga og það að efla traust. Það er von mannauðsdeildar að verkefni sem þetta verði fyrirmynd að áframhaldandi vinnu með fleiri starfstéttum svo veita megi og bæta þjónustu sem fullnægir þörfum starfsmanna.“

Fagið

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Hjúkrun

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála