Með augum hjúkrunarfræðingsins
3. tbl. 2020
Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum. Forsíðumyndina sem varð fyrir valinu tók Helga Sif Friðjónsdóttir í sumar á ferð sinni í kringum landið. Myndin er af listaverki eftir Vilmund Þorgrímsson myndhöggvara og er listaverkið til sýnis á safni hans „Bones and stones” að Hvarfi í Djúpavogi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga þakkar þátttökuna og birtir nokkrar innsendar myndir