Mikið áfall að greinast með covid-19
3. tbl. 2020
Hjúkrunarfræðingarnir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason voru meðal þeirra fyrstu sem greindust með covid-19. Þau halda reglulega fjölbreytt námskeið í skyndihjálp og sérhæfðum námskeiðum fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum á vegum Bráðaskólans sem þau eru búin að eiga í tæp tíu ár. Þau voru einmitt að undirbúa eitt slíkt námskeið þegar þau fá símtal frá Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni á gjörgæslu, um að hann væri kominn í sóttkví en hann ætlaði að kenna námskeiðið með þeim. Kristinn reyndist ekki sýktur en bæði Sesselja og Ásgeir Valur reyndust jákvæð eftir greiningu. Ásgeir Valur varð ekki mikið veikur en Sesselja var ekki svo heppin.
Covid-sjúklingur númer 52
„Ég er covid-sjúklingur númer 52,“ segir Sesselja en hún smitast 2. mars og greinist 7. mars. Sesselja segir að það hafi verið gríðarlegt áfall að smitast af covid-19 en hún er með asma og þar af leiðandi leggjast hvers kyns sýkingar illa á lungun. Hún gerði sér strax grein fyrir hvernig hún hafði smitast og var því á varðbergi þegar grunur lék á smiti. Fyrstu einkennin voru vöðvaverkir sem hún taldi fyrst vera harðsperrur. Þann 7. mars er hún orðin veik, hún fær greiningu og fljótlega ágerast einkennin en þau voru helst beinverkir, ljósfælni, sljóleiki, slappleiki og mikill hósti, hálsbólga og kölduköst. Ástandið fór fljótt versnandi og hún missti alla matarlyst og bragðskyn og fékk kviðkrampa, ógleði, svima, orkuleysi, óráð, vöðvakrampa og þar fram eftir götunum. Hún fær sýklalyf þremur dögum síðar og á tíunda degi fær hún vökva í æð en ónæg vökvadrykkja var eitt af vandamálunum, að sögn hennar.„Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið – gæti ég dáið? Ég fékk oft slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo að ég náði að ferðast á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“ rifjar hún upp.
Fékk ómetanlegan stuðning
„Fyrstu 14 dagana gerði ég mér í raun enga grein fyrir hversu veik ég var. Ég lá mest í móki og var með óráð sennilega í einn til tvo daga – ég man ekkert eftir neinum samskiptum þá daga,“ segir Sesselja. Hún segir það hafa verið mikið áfall þegar hún fékk að vita að bæði vinnufélagar og vinir hennar hefðu hringt í hana en hún mundi ekkert eftir þeim samskiptum. „Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið – gæti ég dáið? Ég fékk oft slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo að ég náði að ferðast á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“ rifjar hún upp. Sonur Sesselju var með henni í sóttkví og segir hún það hafa verið ómetanlegan stuðning, auk þess sem ættingjar, vinir, yfirmenn og vinnufélagar voru í daglegum samskiptum við hana hvort sem það var með skilaboðum, hringingum eða að bjóða fram aðstoða sína með því að kaupa inn fyrir hana. „Það var það ómetanlegur stuðningur,“ segir hún.Sesselja var í einangrun í fjórar vikur og að þeim tíma loknum var hún enn með mikinn og þurran hósta og kraftlaus. Hún skyldi halda sig frá því að eiga samskipti við aðra í tvær vikur enn. „Ég man hvað ég hlakkaði til. Ég ætlaði svo aldeilis að „tækla“ þessi veikindi, fara út að labba og allt heila prógrammið,“ segir hún. „Þegar stóri dagurinn kom þorði ég hreinlega ég ekki ein út, ég fékk smá áfall og einfaldlega grét,“ rifjar hún upp
Starfsemi covid-deildarinnar var ekki hafin á þessum tíma en Sesselja fékk daglega símhringingar frá Landspítalanum þar sem innt var eftir líðan hennar, sem og var hún minnt á að drekka nægan vökva. Þá hafði heilsugæslan einnig samband og bauð henni að hringja ef hún þyrfti frekari hjálp. Sesselja var í einangrun í fjórar vikur og að þeim tíma loknum var hún enn með mikinn og þurran hósta og kraftlaus. Hún skyldi halda sig frá því að eiga samskipti við aðra í tvær vikur enn. „Ég man hvað ég hlakkaði til. Ég ætlaði svo aldeilis að „tækla“ þessi veikindi, fara út að labba og allt heila prógrammið,“ segir hún. „Þegar stóri dagurinn kom þorði ég hreinlega ég ekki ein út, ég fékk smá áfall og einfaldlega grét,“ rifjar hún upp. Hún var enn mjög máttlaus og segir það hafa verið óljóst hve mikið hún þyldi. Af þeim sökum fékk hún fylgd hvort sem það var í göngutúr eða bílferð. Kortersgöngutúr gat fylgt fjögurra klukkustunda hóstakast. „Þetta var mikið áfall og greinilegt að þetta gengi ekki svona hratt fyrir sig en smátt og smátt kom orkan og hóstinn minnkaði,“ segir hún sjö mánuðum eftir að hún smitaðist. Sesselja segist lítið meira geta en unnið vinnuna sína og í raun lítur hún á hana sem endurhæfingu. „Ég er enn að bíða eftir að komast á þann stað. Ég hef lært að ég þarf að passa mig að verða ekki of þreytt, ég hef lært að biðja um hjálp og ég reyni að finna hinn gullna meðalveg.“
Er enn að glíma við fylgikvilla
Sesselja er enn að glíma við fylgikvilla covid-19. Mánuðum saman var það vöðvakrampi, slappleiki og orkuleysi og nýlega var hún greind með með áunna gigt. Hún segir það vissulega hafa verið reiðarslag og gert alla framtíðina mjög óvissa. „Ég hef áhyggjur. Hvað með önnur líffæri, eru þau heil? Er þetta ekki komið nóg?“ Að fást við óþekkta veiru er mikill rússibani og hefur eðlilega tekið mikið á. Það sem styrkir hana á vegferðinni er að muna góðu dagana – hvernig lífið var fyrir covid-19.„Ég ákvað strax í upphafi veikinda að halda dagbók með stuttum athugasemdum um líðan, verki og svefn og þess háttar. Það var eina leiðin fyrir mig til að geta rakið eftir á hvernig þessi veikindi hafa verið. Vika 28 var frábær. Það var stór áfangi og fyrstu sjö dagar án bakslags. Og henni var fagnað með kaupum á fallegu málverki sem mun ætíð minna mig á að þetta er allt að koma,“ segir Sesselja.
Góðu dagarnir eru fleiri en þeir slæmu. Hún er á vissum batavegi, orkan er að koma aftur og lungun að styrkjast. Að halda í jákvæðnina og horfa á góðu hlutina gengur oftast hjá henni en ekki alltaf því óvissan er enn til staðar. „Ég spyr mig mikið hvað má betur fara, hvaða lærdóm er hægt að draga af þessari lífsreynslu bæði sem sjúklingur og hjúkrunarfræðingur? Mest aðkallandi finnst mér sem sjúklingur að fá sem allra fyrst markvissa endurhæfingu. Það er eitthvað sem þarf að leggja mun fyrr meiri áherslu á. Við vitum öll hversu mikilvæg sjúkraþjálfun og endurhæfing er í bataferli hjá skjólstæðingum okkar.“
Sesselja segir það hafa verið sérstaka reynslu að vera svona veik og að hljóta meðferð í gegnum síma. „Ég var ekki í ástandi til að meta hversu veik ég var og það hefði verið gott að hugsa út fyrir boxið: Fá kannski að tala við ættingja eða vera með sjúkling í mynd? Að heilbrigðisstarfsfólk komi og meti sjúkling þegar hann segir frá margra klukkustunda óráði?
Sérstakt að hljóta meðferð í gegnum síma
Sesselja segir það hafa verið sérstaka reynslu að vera svona veik og að hljóta meðferð í gegnum síma. „Ég var ekki í ástandi til að meta hversu veik ég var og það hefði verið gott að hugsa út fyrir boxið: Fá kannski að tala við ættingja eða vera með sjúkling í mynd? Að heilbrigðisstarfsfólk komi og meti sjúkling þegar hann segir frá margra klukkustunda óráði? Ég spyr mig þessara spurninga … en ég tel að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að bera meiri ábyrgð. Sjúklingur er ekki alltaf í ástandi til að meta sig sjálfur.“ Sesselja segir staðfest samskipti skipta gífurlega miku máli við þessar kringumstæður svo hægt sé að fyrirbyggja misskilning og vera viss um að allt sé rétt skilið. Þannig er til dæmis hægt að virkja ættingja, fá mat frá þeim, gefa góð ráð og nýta fjartæknibúnað. Hún tekur það þó sérstaklega fram að í heild hafi símaþjónustan verið mjög fagleg, það hafi verið mikil umhyggja og allir voru að gera sitt besta.Vinnuframlag hjúkrunarfræðinga verður seint metið
Heilbrigðiskerfið stóð sig mjög vel í þessari fyrstu bylgju segir Sesselja. „Fyrir mig sem gjörgæsluhjúkrunarfræðing var það mjög sérstakt að upplifa þennan faraldur frá báðum hliðum. Ég sinnti hjúkrun covid-sýktra þegar ég kom aftur til vinnu og horfði á vinnufélaga mína leggja dag við nótt að halda deildinni gangandi. Þessir mánuðir voru helgaðir vinnu og það lögðu sig allir í verkefnið dag og nótt: að hjúkra við þessar erfiðu kringumstæður sem voru stöðugum breytingum undirorpnar, hvort sem það þurfti að stækka deildir eða fjölga rúmum. Þetta var algert kraftaverk og vinnuframlagið verður seint metið. Það eiga allur heiður skilinn, hvort sem það eru stjórnendur eða starfsfólk deilda.“Sesselja segir hafa verið gaman að finna hvað bakvarðasveitin og annað fagfólk frá öðrum deildum aðlagaðiast með svo skömmum fyrirvara í stórbreytt vinnuumhverfi okkar og hvað það hafi sýnt sig hvers hjúkrunarfræðingar eru megnugir. Sömuleiðis hversu fljótt menntadeild Landspítalans lagaði sig að rafrænum samskiptum og bjó til ný námskeið á skömmum tíma, t.d fyrir fyrir bakvarðasveitina. „Já, þetta hafa verið einstakir tímar sem reyndar eru ekki búnir en þegar ég horfi til baka fyllist ég stolti og er þakklát fyrir að hafa verið hluti af þessu stóra verkefni þar sem hjúkrunarfræðingar eru einn stærsti hlekkurinn í keðju heilbrigðiskerfisins.“