Mikið um að vera í kjaramálum — gerðardómur vonbrigði, en tækifæri til framtíðar
3. tbl. 2020
Það hefur verið mikið um að vera í kjaramálum hjúkrunarfræðinga frá því í byrjun síðasta árs þegar kjarasamningar hjúkrunarfræðinga við helstu viðsemjendur runnu út. Viðræður um þessa kjarasamninga hafa verið stór þáttur í starfsemi kjara- og réttindasviðs félagsins undanfarið. Nú liggur fyrir kjarasamningur við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs í formi miðlunartillögu og hjá Reykjavíkurborg.
Þegar þessi grein er skrifuð um miðjan október sér fyrir endann á viðræðum við Reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband sveitarfélaga. Á haustmánuðum 2020 hófst undirbúningur að styttingu vinnuvikunnar en um er að ræða sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og vinnuveitanda um útfærslu á styttingu vinnutíma dag- og vaktavinnufólks. Þá hefur staðið yfir vinna við starfsmat hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum. Faraldur covid-19 hefur jafnframt komið mikið við sögu undanfarna mánuði. Mikil umræða hefur verið á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum, stundum byggð á misskilningi, og skoðar stjórn félagsins möguleikann á lokuðu spjallsvæði fyrir hjúkrunarfræðinga á vef Fíh.
Í þessari grein er leitast við að gefa yfirlit um þessi stóru mál sem hafa verið í gangi og hvaða verkefni verði í gangi á næstu vikum í kjaramálum hjúkrunarfræðinga.
Kjaraviðræður
Allir miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu í mars 2019 og standa viðræður um nýja kjarasamninga enn yfir. Gerðardómur, sem féll í kjölfar verkfalls og lagasetningar á hjúkrunarfræðinga árið 2015, er þar stærstur og er kjarasamningurinn við ríki að mörgu leyti fyrirmyndin í viðræðum við aðra. Jafnframt starfar stærstur hluti hjúkrunarfræðinga hjá ríki. Fíh semur við fimm aðila um miðlægan kjarasamning: fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (ríki), Reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga.Hjá ríki, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Reykjalundi fjallar miðlægur kjarasamningur m.a. um launatöflur, taxtahækkanir, vinnutíma, vaktaálag og réttindi, eins og orlof, veikindi og uppsagnarfrest. Samhliða þessum samningum eru í gildi stofnanasamningar við einstaka stofnanir sem fela í sér launaröðun, röðun í starfsheiti og ákvæði um persónubundna þætti. Samningar við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga eru ólíkir ríkissamningnum að því leyti að í þeim er samið um bæði almenn réttindi, starfsheiti, persónubundna þætti og launaröðun.
Kjarasamningaviðræður hófust í febrúar og mars 2019. Áður en farið var í kjarasamningaviðræður fór formaður ásamt starfsmönnum kjara- og réttindasviðs í fundarherferð um landið til að undirbúa komandi viðræður og eins að ræða kjaramál við hjúkrunarfræðinga. Þá lét félagið gera könnun á viðhorfi hjúkrunarfræðinga til kjaramála. Eftir fundarherferðina og rýni kannana og annarra gagna, sem snerta kaup og kjör hjúkrunarfræðinga, var lögð fram kröfugerð við viðsemjendur sem að grunni til voru eftirfarandi.
1. Laun, vinnutími og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé með þeim hætti að þeir vilji vinna innan íslenska heilbrigðiskerfisins.
2. Tilgangur stofnanasamninga verði skýr og fjármögnun þeirra tryggð.
3. Fjármagn til jafnlaunavottunar verði tryggt.
4. Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga verði hluti af vinnutíma.
5. Nýr kjarasamningur feli í sér breytingar á tryggingakafla og veikindakafla.
6. Útbúin verði mönnunarviðmið fyrir hjúkrunarfræðinga sem nái yfir mismunandi stig heilbrigðisþjónustu.
7. Nýr kjarasamningur taki við af gerðardómi. Lengd samnings verði sambærileg við samninga annarra aðila á vinnumarkaði.
Mjög hægur gangur var í viðræðunum Fíh við ríkið á árinu 2019 og fyrstu mánuðum 2020 og reyndi það mikið á þolinmæði hjúkrunarfræðinga. Margar ástæður er hægt að nefna fyrir þessum hæga gangi í viðræðunum. Lengstan tíma í viðræðunum tóku umræður um kerfisbreytingu vegna styttingar vinnuvikunnar, sérstaklega þegar kemur að vaktavinnu. Auk þess var mikill ágreiningur vegna launaliðar kjarasamningsins, þá bæði varðandi launahækkanir og eins atriði tengd viðbótarlaunum hjúkrunarfræðinga.
Eftir fjölmarga samningafundi var skrifað undir kjarasamning 10. apríl 2020. Samningurinn var kynntur á rafrænum kynningarfundum, gegnum vef og tölvupóstsamskipti en var felldur í atkvæðagreiðslu. Í framhaldinu lét Fíh framkvæma könnum sem send var til hjúkrunarfræðinga til að kanna afstöðu hjúkrunarfræðinga til fellds kjarasamnings. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu litlum árangri og boðaði félagið til verkfalls hjúkrunarfræðinga frá og með 23. júní 2020 . Skipuð var verkfallsstjórn og var allt tilbúið fyrir að verkfall myndi hefjast. Að kvöldi 22. júní lagði ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt í atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um. Um öll önnur atriði, sem tilgreind eru í miðlunartillögunni, er samkomulag um á milli samningsaðila. Þar má nefna breytingu á orlofskafla, styttingu vinnutíma í dag- og vaktavinnu, rétt til sí- og endurmenntunar, breytta yfirvinnuprósentu, önnur laun sem starfinu fylgja, undanþágu frá nætur- og bakvöktum við 55 ára aldur. Einnig var lagt upp með að endurskoða veikindakafla kjarasamnings á samningstímanum.
Greinargerð gerðardóms var ítarleg en niðurstaðan mikil vonbrigði. Niðurstaðan uppfyllti alls ekki þær kröfur sem barist var fyrir við samningaborð, né væntingar sem gerðar voru til hennar með samþykkt miðlunartillögu. Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu, vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi.
Niðurstaða gerðardóms var birt 1. september og voru úrskurðarorð gerðardómsins eftirfarandi:
„Ríkið skal leggja heilbrigðisstofnunum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 1.100 miljónir króna á ársgrundvelli frá 1. september 2020. Í þessari fjárhæð felst heildarviðbótarframlag til stofnana að meðtöldum launatengdum gjöldum.
Í endurnýjuðum stofnanasamningum sem gera skal á hverri stofnun fyrir lok árs 2020 skulu aðilar semja um hvernig fjármunum þeim sem stofnun eru lagðir til samkvæmt úrskurði þessum verði ráðstafað.“
Greinargerð gerðardóms var ítarleg en niðurstaðan mikil vonbrigði. Niðurstaðan uppfyllti alls ekki þær kröfur sem barist var fyrir við samningaborð, né væntingar sem gerðar voru til hennar með samþykkt miðlunartillögu. Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu, vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Þó að niðurstaða gerðardóms hafi ekki tekist á við að leiðrétta þær vísbendingar sem hann komst að í sinni skoðun má vissulega nýta þær áfram í áframhaldandi baráttu.
Með þessu hefur gerðardómur ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum og til félagsins. Fjárhæðin dugir ekki til þess að leiðrétta launasetningu hjúkrunarfræðinga að fullu. Fjárhæðinni var misjafnlega skipt í úrskurðarorðunum og rökin sem gefin voru fyrir því voru þau að í grunnin væri launasetningin með lakari hætti þar sem mest var í lagt og að markmiðið væri að jafna launakjör hjúkrunarfræðinga hjá ríki.
Vinna við endurskoðun stofnanasamninga hófst í kjölfar niðurstöðu gerðardóms og tilmæli hans höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu og áhersla lögð á almenna hjúkrunarfræðinga. Þegar hefur verið lokið við að ganga frá stofnanasamningi á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og viðræður við aðrar stofnanir ríkisins hafnar eða komnar vel á veg og eiga að liggja fyrir í síðasta lagi um áramót og vera afturvirkar til 1. september 2020. Gengið var frá endurskoðuðum stofnanasamningi við Landspítala um miðjan september 2020 og Sjúkrahúsið á Akureyri um miðjan október. Viðræður við aðrar stofnanir standa yfir og er þá meðal annars horft til þess hvort hægt sé að gera sameiginlegan stofnanasamninga fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Stofnanasamningar eru annars eðlis en miðlægir kjarasamningar og hafa enga endadagsetningu. Þeir eru í gildi þar til nýr tekur við óháð miðlægum samningum. Ekki liggur enn fyrir hver eiginleg launasetning hjúkrunarfræðinga verður á öllum stofnunum ríkisins, þar sem endanleg launaröðun er í stofnanasamningum. Allur þungi er nú lagður á að ljúka þeim viðræðum við heilbrigðisstofnanir.
Stjórn Fíh ákvað í framhaldi af niðurstöðu gerðardóms að fá lögfræðilegt álit um hvort hún samræmdist miðlunartillögunni, hvort hún væri lögmæt og hvort hægt sé að fá henni hnekkt. Niðurstaða lögfræðings félagsins var sú að gerðardómur hafi haft ríkt frelsi til að ákveða frekari útfærslu á úrskurði sínum og að hann standist lög. Því er ljóst að niðurstaða gerðardóms er endanleg og gild.
Stytting vinnuviku dagvinnu- og vaktavinnufólks.
Stytting vinnuviku hjúkrunarfræðinga var eitt af stóru markmiðum Fíh í kjarasamningaviðræðum. Vaktavinnuhópur, sem í voru fulltrúar ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborgar, ríkis og sveitarfélaga, vann tillögur að breytingum á vinnutíma vaktavinnufólks. Tillögurnar má finna í miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem fylgiskjal 2 sem fylgdi nýjum kjarasamningi. Fylgiskjal 1, sem unnið var af samningsaðilum, fjallar um breytingar á vinnutíma dagvinnufólks. Helstu atriði varðandi breytingar á vinnutíma eru eftirfarandi:Markmið breytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og er þeim ætlað að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Þá eiga þær að auka stöðugleika í mönnun, draga úr þörf fyrir yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.
Vinnuvika vaktavinnufólks fer úr 40 stundum í 36 frá 1. maí 2021. Með frekari útfærslu getur vinnuvikan styst í allt að 32 stundir. Það á einkum við þá hjúkrunarfræðinga sem vinna kvöld-, nætur- og helgarvaktir. Þeir sem eru í hlutastarfi í dag munu geta unnið jafnmargar klukkustundir eftir breytingarnar, en hækkað starfshlutfall sitt sem styttingunni nemur og þar með bætt launakjör sín. Greitt verður sama vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma fyrir utan að álag á næturvöktum er hækkað. Ný launaumbun, vaktahvati, verður greidd hlutfallslega eftir flækjustigi vinnufyrirkomulags og umbunar þeim sem vinna fjölbreyttar vaktir og eru í yfir 70% starfi. Búinn er til hvati til að vinna fjölbreyttar vaktir með hliðsjón af öryggi, heilsu og jafnvægi vinnu og einkalífs. Þetta er stórt sameiginlegt verkefni sem verður útfært eins fyrir þá hópa sem það snertir, með þátttöku stýrihóps aðila ásamt innleiðingarhópum og verkefnastjórn. Markmið breytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og er þeim ætlað að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Þá eiga þær að auka stöðugleika í mönnun, draga úr þörf fyrir yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.
Vinnuvika dagvinnufólks styttist um að lágmarki 13 mín. á dag. Við það fer vinnutími í 38,55 klst. á viku. Með samkomulagi á stofnun verður auk þess hægt að minnka vinnutíma um allt að 2,55 klst. til viðbótar eða alls í 36 klst. gegn niðurfellingu á föstum/skipulögðum neysluhléum (forræði á kaffitíma verður ekki lengur hjá starfsmanni). Hægt er að útfæra styttinguna með ýmsum hætti en þjónusta á að vera jafngóð eða betri. Dagvinumenn hafa áfram heimild til að njóta matar- og kaffitíma en hafa ekki forræði yfir þeim tíma. Bættir vinnustaðahættir og betri nýting vinnutíma er meðal helstu markmiða styttingar vinnutíma. Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki eru samræður um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. Útfærslan tekur mið af starfsemi stofnunar og getur því verið með ólíkum hætti milli stofnana.
Starfsmenn kjara- og réttindasviðs eru þátttakendur í undirbúningi á styttingu vinnuvikunnar. Um er að ræða þátttöku í stýrihópum og innleiðingarhópum en mikil vinna er fram undan áður en styttri vinnuvika tekur gildi fyrir dagvinnufólk 1. janúar og 1. maí fyrir vaktavinnufólki.
Um er að ræða tímamótabreytingar á styttingu vinnuvikunnar sem hefur verið baráttumál Fíh í áratugi. Ljóst er að einhverjar hindranir verða á veginum en það er trú Fíh að þessi útfærsla á styttingu vinnuvikunnar feli í sér mikil tækifæri sem Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að nýta sér og taka breytingunum með opnum huga. Á vefnum betrivinnutimi.is er að finna ýmsar upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar og er smám saman verið að bæta inn fræðsluefni á vefinn. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til að kynna sér vel þessar upplýsingar og fylgjast vel með vefnum á næstu vikum og mánuðum.
Covid-19
Ýmis réttindamál í tengslum við heimsfaraldur covid-19 hafa komið til umfjöllunar og meðferðar hjá kjara- og réttindasviði frá því að faraldurinn hófst síðastliðið vor. Í byrjun faraldursins var mest leitað til Fíh vegna réttindamála, meðal annars vegna launa í sóttkví, vinnu á tveimur vinnustöðum eða vegna uppskiptingar starfsmannahópa. Fjármálaráðuneytið gaf út sérstakar leiðbeiningar til stofnana um ýmis álitamál og einnig gáfu stofnanir út verklagsreglur fyrir stjórnendur og starfsfólk um atriði tengd covid-19. Flest álitamál, sem upp komu, voru leyst í samræðum félagsins og viðkomandi stofnunar, en í nokkrum málum þurfti aðstoð lögfræðings. Í framhaldinu var sett upp spurt og svarað á vefsvæði félagsins þar sem fjallað er um réttindi hjúkrunarfræðinga tengd ýmsum atriðum í alheimsfaraldri.Ljóst er að ýmis álitamál munu halda áfram að koma upp þar sem faraldurinn stendur enn og eftirköst af smiti kunna að hafa áhrif til frambúðar og er það til dæmis spurning hvort covid-19 eigi að teljast atvinnusjúkdómur í einhverjum tilfellum.
Álitamál vegna álagsgreiðslu til starfsfólks í heilbrigðisþjónustu komu inn á borð félagsins. Í fjáraukalögum kom fram að greiða skuli því starfsfólki sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni við covid-19-faraldurinn sérstaka launaauka í eingreiðslu. Útfærsla á greiðslunni var í höndum heilbrigðisráðuneytisins og forstöðumanna viðkomandi heilbrigðisstofnana.
Þá hefur Fíh verið í samtarfi við Læknafélag Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands varðandi réttindi og tryggingar starfsfólks í bakvarðasveit. Einnig var rætt við heilbrigðisráðuneytið vegna veikinda- og slysabótarétta starfsfólks sem útsett er fyrir covid-19 við dagleg störf.
Ljóst er að ýmis álitamál munu halda áfram að koma upp þar sem faraldurinn stendur enn og eftirköst af smiti kunna að hafa áhrif til frambúðar og er það til dæmis spurning hvort covid-19 eigi að teljast atvinnusjúkdómur í einhverjum tilfellum.
Fíh svarar ekki spurningum á lokuðum síðum á samfélagsmiðlum og er sú stefna mörkuð af stjórn félagsins. Með þessu er stjórn ekki að tala um að hjúkrunarfræðingar megi ekki eða eigi ekki að tjá sig um kjaramál eða deila sínum skoðunum og sjónarmiðum. Stjórnin vill með þessu frekar tala fyrir því að umræða um kjaramál eigi sér stað á faglegan og ábyrgan hátt.
Umræða um kjaramál á samfélagsmiðlum
Mikil umræða hefur verið um kjaramál hjúkrunarfræðinga á samfélagsmiðlum á þessu ári. Komið hefur fyrir að hjúkrunarfræðingar hefji umræður á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum um ýmis mál sem snerta viðræður um nýjan kjarasamning eða viðræður. Oft byggist umræðan á misskilningi eða ónógum upplýsingum.Fíh svarar ekki spurningum á lokuðum síðum á samfélagsmiðlum og er sú stefna mörkuð af stjórn félagsins. Með þessu er stjórn ekki að tala um að hjúkrunarfræðingar megi ekki eða eigi ekki að tjá sig um kjaramál eða deila sínum skoðunum og sjónarmiðum. Stjórnin vill með þessu frekar tala fyrir því að umræða um kjaramál eigi sér stað á faglegan og ábyrgan hátt. Stjórn félagsins skoðar nú möguleikann á því að hjúkrunarfræðingar hafi spjallsvæði til að ræða sín mál og hefur stjórn félagsins þegar farið að vinna í því að athuga með slíkt svæði inni á vef félagsins.
Skoðanafrelsi er við lýði, en orð hafa ábyrgð og hjúkrunarfræðingar eiga sem ábyrg fagstétt að geta komið skoðunum sínum vel og faglega frá sér. Því miður hefur það ekki alltaf verið svo og slík umræða vekur mesta athygli og fjölmiðlar grípa hana á lofti og vilja þá eigna allri stéttinni þá skoðun og orðræðu. Það er ekki gott og hjálpar hjúkrunarfræðingum ekki í sinni baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum og frekari virðingu.
Kjara- og réttindasvið hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að leita til félagsins með spurningar um kjara- og réttindamál. Tölvupóstfangið er kjarasvid@hjukrun.is.
Mikil umræða er nú meðal hjúkrunarfræðinga um mismunandi laun á stofnunum. Mörg sjónarmið eru þar uppi, meðal annars þau að borga þurfi hjúkrunarfræðingum meira fyrir að starfa á landsbyggðinni og að Landspítali greiði nú hæstu launin. Ekki eru einföld svör við þessum spurningum eða fullyrðingum þar sem oft er verið að bera saman stofnanasamninga sem hafa mismunandi aðferðir við launasetningu hjúkrunarfræðinga.
Að lokum
Þó að miðlægur kjarasamningur hefði mátt skila meiru varðandi launalið kjarasamnings þá ávannst margt annað í þessum samningum og má þar helst nefna stór skref í átt að styttri vinnuviku sem barist hefur verið fyrir í lengri tíma sem og réttur til sí- og endurmenntunar, lengra orlof og hærri yfirvinnuprósenta. Mikilvægt er að fylgja þessum þáttum vel eftir og nýta tækifærin sem þar er að finna sem best. Kosning trúnaðarmanna fer að fara í gang og verið er að skipuleggja ítarlega fræðslu til handa þeim og öðrum til þess að kynna þessa veigamiklu þætti, eins og betri vinnutíma, með sem skilvirkustum hætti.Mikil umræða er nú meðal hjúkrunarfræðinga um mismunandi laun á stofnunum. Mörg sjónarmið eru þar uppi, meðal annars þau að borga þurfi hjúkrunarfræðingum meira fyrir að starfa á landsbyggðinni og að Landspítali greiði nú hæstu launin. Ekki eru einföld svör við þessum spurningum eða fullyrðingum þar sem oft er verið að bera saman stofnanasamninga sem hafa mismunandi aðferðir við launasetningu hjúkrunarfræðinga. Viðbótarlaun hjúkrunarfræðinga á Landspítala hafa flækt mjög hlutina þegar kemur að vinnu við endurskoðun stofnanasamninga og eins við túlkun á niðurstöðu gerðardóms. Ljóst var að laun hjúkrunarfræðinga á Landspítala myndu lækka ef ekki tækist að tryggja fjármagn til þess að halda launum sem höfðu viðbótarlaun óbreyttum, ásamt því að hækka laun annarra sem ekki höfðu notið viðbótarlauna. Svo virðist vera sem hækka hafi þurft laun meira á Landspítala en á öðrum stofnunum til að tryggja jöfn laun og því hafi stofnuninni verið tryggt meira fjármagn til þess að endurskoða stofnanasamninga.
Barátta fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga er áframhaldandi verkefni Fíh. Því verkefni lauk ekki þegar gerðardómur úrskurðaði um laun hjúkrunarfræðinga í september. Vonbrigði hjúkrunarfræðinga með þann úrskurð eru fullkomlega skiljanleg og tekur starfsfólk kjarasviðs Fíh undir þau vonbrigði.