Meira jafnræði á milli heilbrigðisstétta á Íslandi
1. tbl. 2021
Holly Gumz frá Bandaríkjunum, Jessica Lohane Soles Soares frá Brasilíu og Matteo Pari frá Ítalíu hafa öll lokið starfsþróunarnámi fyrir erlendra hjúkrunarfræðinga sem menntadeild Landspítala hefur staðið fyrir frá því á síðasta ári. Þau eru sammála um að námskeiðið hafi verið þeim gagnlegt og hlakka til þess næsta sem haldið verður á íslensku. Í viðtali við Tímarit hjúkrunarfræðinga segja þau lesendum frá hvað það var sem varð til þess að þau komu hingað til starfa og hvernig þeim hefur gengið að fóta sig á Íslandi.
Svo kom Brexit!
Ástæðurnar eru ólíkar fyrir komu þeirra. Matteo, sem var búsettur á Englandi, kom hingað fyrst í brúðkaupsferð árið 2012. „Ég varð heillaður af landinu og í raun var Ísland alltaf í huganum eftir þessa ferð en við vorum að fjárfesta í húsi og ég var í hjúkrunarnámi. Svo kom Brexit. Í kjölfar Brexit breyttist allt á bara tveimur árum. Ég hugsaði með mér að ákjósanlegast væri að fara eitthvað annað í tvö ár eða svo og þá kom Ísland upp í hugann,“ rifjar hann upp. Hann fann enska útgáfu á vef Landspítalans og ákvað að freista gæfunnar og sækja um. Eiginkona hans var ekki eins bjartsýn: „Það sakar ekki að reyna en þú færð ekkert svar,“ sagði hún. En Matteo sendi tölvupóst að morgni til og svarið barst um hádegisbil þar sem honum var boðið að koma í atvinnuviðtal. Eftir smáumhugsun sló hann til og stuttu síðar, eða í janúar 2020, voru þau flutt hingað með son sinn og annað barn á leiðinni.Fyrsta reynsla hennar af íslenska heilbrigðiskerfinu var heldur óvenjuleg. „Ég lenti eiginlega í árekstri. Ég var nýkomin til landsins og var að hjóla í ræktina og kona opnaði snöggt bílhurð og ég skall á hana og flaug af hjólinu,“ segir Holly.
Flaug af hjólinu og beint á gjörgæslu
Bernskudraumur Holly að búa erlendis rættist óvænt þegar kærasti hennar rambaði á upplýsingar um meistaranám í jarðhitafræði við Íslenska orkuháskólann: „Væri það ekki skondið ef ég sækti um og kæmist að og við gætum búið á Íslandi í tvö ár?“ Þetta var meira grín en alvara, segir Holly, en hér erum við komin. Fyrsta reynsla hennar af íslenska heilbrigðiskerfinu var heldur óvenjuleg. „Ég lenti eiginlega í árekstri. Ég var nýkomin til landsins og var að hjóla í ræktina og kona opnaði snöggt bílhurð og ég skall á hana og flaug af hjólinu,“ segir Holly. Hún leitaði til Landakots og var ekið þaðan á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Ég grét alla leiðina þangað og ég man að einn hjúkrunarfræðingurinn bauð mig velkomna til Íslands og sagði að þau vantaði hjúkrunarfræðinga. Stuttu seinna var ég komin í þjálfun í Fossvoginum sem sjúkraliði,“ en hún starfar á B4 – heila- og taugadeild. Holly rifjar upp að nokkru eftir óhappið hafi konan, sem olli óhappinu, boðið henni í kaffi og það hafi verið eftirminnilegt og fallegt af henni. Þetta var sumarið 2019.Kveið kuldanum
„Til að gera langa sögu stutta kom ég hingað fyrir tilstilli fjölskyldu stúlku sem dvaldi hjá okkur í Brasílíu sem skiptinemi,“ segir Jessica. Faðir skiptinemans er íslenskur og móðirin frá Noregi en þau búa í Noregi en reka einnig fyrirtæki hér á landi. Upphaflega átti Jessica að aðstoða við reksturinn en hún hafði þá nýlokið hjúkrunarnámi í Brasilíu. „Það var erfið ákvörðun að skilja kærastann eftir og systir mín var á þeim tíma barnshafandi og svo kveið ég kuldanum en mig hafði alltaf langað að fara út fyrir landsteinana,“ rifjar hún upp. Þegar hún kom hingað í september 2018 skráði hún sig strax í íslenskunám og sótti síðar um starf hjá Landspítalanum. „Það kostaði ekki neitt að sækja um en ég taldi það langsótt, en þau voru bjartsýn og ég fékk starfið.“ Jessica byrjaði í júlí 2019 sem sjúkraliði en það tók alllangan tíma að fá hjúkrunarleyfið sem barst svo í desember 2020 og nú starfar hún á A6-lungnadeild með Matteo. Hún býr í íbúð þeirra hjóna sem þau eiga hér á landi en þau búa í Noregi. „Ég á ekki til orð hve þakklát ég er þeim en vegna þeirra er ég hér.“„Við erum í raun öll að vinna sömu vinnuna en hver með sinni aðferð,“ segir hann. Þar sem heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er einkarekið veldur það því að fólki er mismunað eftir efnahag, segir Holly. „Ég er því mjög hrifin af íslenska heilbrigðiskerfinu,“ segir hún.
„Í Brasilíu eru læknar líkt og guðir“
Aðspurð um reynslu þeirra af því að starfa hjá íslenska heilbrigðiskerfinu eru fyrstu viðbrögð þeirra að hér sé minni munur á heilbrigðisstéttum. „Í Brasilíu eru læknar líkt og guðir,“ segir Jessica. Hér er mun meira jafnvægi og ekki þessi aðgreining sem þekkist víða erlendis segir hún jafnframt. „Og meira að segja meðal þeirra sem vinna í mötuneytinu. Það er mjög virðingarvert.“ Matteo tekur undir og segir Breta leggja sig í líma við þennan mannamun og til frekari aðgreiningar er hver starfsstétt með sinn eigin vinnufatnað. „Við erum í raun öll að vinna sömu vinnuna en hver með sinni aðferð,“ segir hann. Þar sem heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er einkarekið veldur það því að fólki er mismunað eftir efnahag, segir Holly. „Ég er því mjög hrifin af íslenska heilbrigðiskerfinu,“ segir hún.Þrátt fyrir að þau Holly, Matteo og Jessica hafi dvalið hér í tiltölulega skamman tíma eru þau óhrædd við að tjá sig á íslensku en erlendum hjúkrunarfræðingum, sem starfa hjá Landspítalann, stendur til boða að sækja íslenskunámskeið. Jessica hefur verið hér lengst og talar reiprennandi íslensku. Til að byrja með hjálpaði það henni mikið að sitja og hlusta á samstarfsfólkið spjalla í matar- og kaffihléum. Matteo vill gjarnan tala meiri íslensku en fyrir honum er það mikilvægt að viðkomandi sættist á að íslenskan hans sé ekki fullkomin. Þau segja móttökurnar, sem hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna fá, vera til fyrirmyndar og það hafi verið mjög gagnlegt að sækja starfsþróunarnámskeiðið á vegum Landspítalans.