Nýlegar doktorsvarnir
1. tbl. 2021
Fjallað var um doktorsritgerðir Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ástu Bjarneyjar Pétursdóttur í síðasta tölublaði en þær vörðu doktorsrannsókn sína við Háskóla Íslands í júní á síðasta ári. Þau leiðu mistök urðu að ekki var farið rétt með heiti og markmið rannsóknar þeirra og því er það endurbirt í þessu tölublaði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa ljósmóðurmeðferð fyrir konur sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Í fyrsta hluta voru markmiðin að lýsa fæðingarupplifun kvenna fyrstu tvö árin eftir fæðingu og skoða áhrif stuðnings á upplifun fæðingar. Markmið annars hluta var að skoða væntingar og reynslu kvenna af að fara yfir upplifun fæðingar með ljósmóður í Ljáðu mér eyra (LME) þjónustu á Landspítala. Markmið þriðja hluta var að lýsa uppbyggingu og forprófa meðferð sem fól í sér að konur í áhættumeðgöngu skrifuðu um fæðingarupplifun og komu í viðtal eftir fæðingu til ljósmóður sem sinnti þeim í meðgönguvernd.
Andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan University, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa, innleiða og meta árangur íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á andlega líðan aðstandenda eftir andlát sjúklingsins. Einnig að þróa sértækt innleiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. Aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda, vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess. Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk búnir til að takast á við aðstæðurnar.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Mary Kay Rayens og Arna Hauksdóttir.
Andmælendur voru dr. Carole Robinson, prófessor emeritus við Faculty of Health and Social Development University of British Columbia, Kanada, og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir
Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 5. júní. Ritgerðin ber heitið: Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð: Framtíðarsýn barneignarþjónustu (Negative birth experience and midwifery counselling intervention: A vision for maternity care).Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa ljósmóðurmeðferð fyrir konur sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Í fyrsta hluta voru markmiðin að lýsa fæðingarupplifun kvenna fyrstu tvö árin eftir fæðingu og skoða áhrif stuðnings á upplifun fæðingar. Markmið annars hluta var að skoða væntingar og reynslu kvenna af að fara yfir upplifun fæðingar með ljósmóður í Ljáðu mér eyra (LME) þjónustu á Landspítala. Markmið þriðja hluta var að lýsa uppbyggingu og forprófa meðferð sem fól í sér að konur í áhættumeðgöngu skrifuðu um fæðingarupplifun og komu í viðtal eftir fæðingu til ljósmóður sem sinnti þeim í meðgönguvernd.
Andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan University, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Ásta Bjarney Pétursdóttir
Ásta Bjarney Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 11. júní. Ritgerðin ber heitið: Styrkleikamiðuð fjölskyldu-stuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (Family Nursing Strengths-Oriented Supportive Intervention in Specialized Palliative Home Care).Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa, innleiða og meta árangur íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á andlega líðan aðstandenda eftir andlát sjúklingsins. Einnig að þróa sértækt innleiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. Aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda, vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess. Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk búnir til að takast á við aðstæðurnar.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Mary Kay Rayens og Arna Hauksdóttir.
Andmælendur voru dr. Carole Robinson, prófessor emeritus við Faculty of Health and Social Development University of British Columbia, Kanada, og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.