Þankastrik: Er framtíð í að eldast?
1. tbl. 2021
Ungur maður var nýverið viðstaddur þegar verið var að hefja bólusetningu 90 ára og eldri við covid-19. Ummæli hans vöktu sannarlega athygli mína: „Hversu flottir eru þeir sem eru orðnir 90 ára! Einn þeirra var í alveg eins bol og ég, vatnsgreiddur, í toppstandi og sveiflaði bíllyklunum með vísifingri.“ Þarna virðist heilsuefling og heilbrigðisþjónusta án efa vera að skila sér. Og eflaust í einhverjum tilfellum góð genasamsetning.
En af hverju finnst okkur það vera skrítið að aldraðir séu jafningjar okkar og eigi framtíð? Flest okkar ná þeim áfanga að eldast og á afmælisdögum tölum við um það sem forréttindi að eldast og að heilsan sé góð. Svo eigum við aldraða ættingja eða vini sem við njótum þess að vera í samskiptum við sem jafningja.
Eftir að hafa starfað við öldrunarþjónustu undanfarin ár segi ég hiklaust: Já, það er framtíð í eldast. En samfélagið virðist ekki alltaf vera á sama máli. Ákveðið viðhorf gagnvart öldruðum virðist sveima yfir í samfélaginu og endurspeglast víða. Eldra fólk og aldraðir, það er ekki alltaf gott að átta sig á um hvaða aldurshóp er verið að ræða.
67 ára skilgreindir aldraðir
Samkvæmt lögum er maður skilgreindur aldraður þegar 67 ára aldri er náð. En sem betur fer hefur heilsuefling, þekking á eigin heilsu og heilbrigðis- og velferðarþjónusta þróast til hins betra. Sem dæmi má nefna tannheilsu, en þeim fer ört fækkandi sem eru ekki með eigin tennur. Það var ekki raunin þegar ég vann mitt fyrsta sumar á hjúkrunarheimili sem sumarstarfsmaður. Hver gervigómurinn á fætur öðrum var burstaður á kvöldin að undanskildu einu tilfelli þar sem ómögulegt var að ná neðri gómnum úr einum íbúanna. Eftir ítrekaðar tilraunir kom í ljós að viðkomandi var með eigin tennur, mér til mikillar undrunar.Viðhorf okkar gagnvart öldruðum litast oft af umræðunni í samfélaginu og ýmiss konar fréttaflutningi. Fréttaflutningurinn „aumingja aldraðir“ er ekki alltaf jákvæður hvort sem um ræðir fráflæðisvanda, heimsendan mat að ekki sé minnst á hver á eiginlega að sjá um allt þetta gamla fólk þegar aldurshóparnir fara ört stækkandi og lífeyririnn dugir ekki til að framfleyta þeim.
Viðhorf okkar gagnvart öldruðum litast oft af umræðunni í samfélaginu og ýmiss konar fréttaflutningi. Fréttaflutningurinn „aumingja aldraðir“ er ekki alltaf jákvæður hvort sem um ræðir fráflæðisvanda, heimsendan mat að ekki sé minnst á hver á eiginlega að sjá um allt þetta gamla fólk þegar aldurshóparnir fara ört stækkandi og lífeyririnn dugir ekki til að framfleyta þeim. Það er kannski ein gleðifrétt í lokin á sunnudagsfréttatímanum sem sýnir hamingjusama íbúa á hjúkrunarheimili við leik og störf við dynjandi undirleik harmonikku.
Í einhverjum tilfellum á neikvæði fréttaflutningurinn, sem hér er lýst, einhvern rétt á sér, en engin ástæða er til að alhæfa um alla aldraða. Flestir aldraðir hafa það gott, jafnvel mjög gott, og það má segja það upphátt án þess að skammast sín fyrir það. Í könnun á högum og líðan aldraðra frá árinu 2016 meta 73% aldraða heilsufar sitt gott, 76% stunda einhverja líkamsrækt 1-2 sinnum í viku og 89% búa í eigin húsnæði.
Það að eldast er ekki sjúkdómur!
Maður spyr sig stundum í hljóði hvort unga barnafólkið ætti ekki frekar að fá frítt í sund þegar það mætir þangað með barnahópinn eða njóta annarra fríðinda sem aldraðir hafa. Það að eldast er ekki sjúkdómur þó vissulega fylgi það þessu aldurstímabili að greinast með sjúkdóma eða það þurfi að sinna líkamlegu viðhaldi. Það á einnig við um önnur aldurstímabil.Okkar grunnþarfir breytast ekki þó að við eldumst. Við viljum vera í tengslum og samskiptum við aðra. Við viljum finna fyrir öryggi, hafa tilgang, halda áfram að þroskast og gleðjast. Það er öllum nauðsynlegt að takast á við ný viðfangsefni, það eru engin aldurstakmörk á því að þroskast, tileinka sér nýjungar og miðla þekkingu til annarra.
Okkar grunnþarfir breytast ekki þó að við eldumst. Við viljum vera í tengslum og samskiptum við aðra. Við viljum finna fyrir öryggi, hafa tilgang, halda áfram að þroskast og gleðjast. Það er öllum nauðsynlegt að takast á við ný viðfangsefni, það eru engin aldurstakmörk á því að þroskast, tileinka sér nýjungar og miðla þekkingu til annarra. Þrátt fyrir þetta reiknum við oft með því að aldraðir hafi ekki getu eða þekkingu til að tileinka sér nýjungar, t.a.m. tækninýjungar. Snjallsímar, spjaldtölvur og sambærileg tæki eru í notkun á flestum heimilum í dag, einnig á hjúkrunarheimilum. Þar hafa sífellt fleiri íbúar tileinkað sér tæknina á ýmsan hátt, hvort sem það er í alþjóðlegum hjólreiðakeppnum eða í samskiptum við aðstandendur sem búa erlendis eða bara í næstu götu. Tilgangurinn er að viðhalda og auka lífsgæði þeirra sem þar búa. Við erum í auknu mæli farin að nota velferðartæknina í heilbrigðis- og velferðarþjónustu og þar hefur covid-19 svo sannarlega hjálpað okkur og jafnvel ýtt okkur fram af brúninni til að byrja með. Það er erfitt að hugsa sér framtíð heilbrigðis- og velferðarþjónustu við aldraðra án tækninnar.
Við eigum það til að festast í gamla góða hjólfarinu og gleyma að tileinka okkur nýjungar. Kannski getur annað og fjölbreyttara form þjónustu hentað hinum aldraða en það sem er í boði í dag. Og ef til vill þurfa allir þeir aðilar sem veita öldruðum þjónustuna að opna eða brjótast út úr boxunum sem unnið er innan í dag, gefa eftir og tengja enn betur saman í þágu notandans sem þarf á þjónustunni að halda.
Ég skora á Inga Þór Ágústsson, forstöðumann í Austurhlíðum á Öldrunarheimilum Akureyrar, að skrifa næsta Þankastrik.
Þóra Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður Lögmannshlíðar og starfandi hjúkrunarforstjóri hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.