Hinsegin heilbrigði
3. tbl. 2021
„Ég hvet alla þá sem hafa lesið þetta viðtal til að skoða sinn vinnustað og íhuga hvort hinsegin einstaklingur sé að fá góða þjónustu þar. Aðstaða, orðræða og fræðsla skiptir höfuðmáli í góðri heilbrigðisþjónustu gagnvart minnihlutahópum."
Sigurður Ýmir Sigurjónsson útskrifaðist vorið 2020 sem hjúkrunarfræðingur, hann starfar sem ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum 78 og er einnig aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hefur auk þess sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sigurður Ýmir heldur fyrirlestra um hinsegin heilbrigði og segir mikilvægt að kveðja niður fordóma því fordómar komi niður á þjónustu gagnvart hinsegin einstaklingum og gerir það að verkum að þessi hópur veigrar sér við að leita aðstoðar.
Hvað er hinsegin heilbrigði?
„Það er mjög erfitt að útskýra svona vítt hugtak í stuttu máli þar sem hinsegin hópurinn er svo ótrúlega fjölbreyttur. Hinsegin heilbrigði snýr að samfélagslegri samþykkt gagnvart hinsegin flórunni, og áhuga hjá heilbrigðisþjónustu að sinna þessum hópi. Hinsegin heilbrigði snýr að miklu leyti að aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að samfélagslegri stöðu hinsegin einstaklinga,“ segir Sigurður og tekur fram að þetta sé einföld útskýring á mjög víðu hugtaki.
Hvernig kviknaði áhugi þinn á „stöðu“ hinsegin fólks innan heilbrigðiskerfisins?
„Ég er frekar nýr af nálinni sem hjúkrunarfræðingur en ég hef starfað innan heilbrigðiskerfisins í að verða áratug. Á þeim tíma hef ég starfað innan fjölmargra deilda, ég hef séð ótrúlega fjölbreyttan hóp einstaklinga og rætt við margt starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins. Ég, sem hinsegin einstaklingur sjálfur, hef verið að fylgjast með orðræðunni meðal starfsmanna og séð framkomu gagnvart sjúklingum sem hefur því miður verið fordómafull og ekki kerfinu til sóma. Þegar ég var í mínu námi þá heyrði ég bara talað um hinsegin einstaklinga sem sjúkdómsvædda – þá samkynhneigða menn í tengslum við HIV, trans fólk og intersex einstaklinga í tengslum við skurðaðgerðir o.s.frv. Það er aldrei rætt um fjölbreytileika hópsins og hvernig skal nálgast hópinn á viðeigandi og fagmannlegan máta. Þar fann ég mér smáverkefni eftir að ég útskrifaðist og hafði fljótt samband við Samtökin 78 og spurði hvort þau hefðu áhuga á því að hafa hjúkrunarfræðing á sínum snærum sem var raunin.“
Hvað getum við gert til að bæta stöðuna?
„Með fræðslu. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Þeir sjúklingar sem við sinnum eiga ekki að vera fastir í fræðsluhlutverki gagnvart sínum þjónustuveitanda. Heilbrigðisstofnanir þurfa að sýna frumkvæði og fá fræðslu. Háskólinn á Akureyri var nú í fyrsta skipti með hinsegin fyrirlestur inni í sinni námsskrá, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands er með það í valfagi. Skólar á öllum stigum þurfa að hafa einhverja fræðslu og þá viðeigandi fyrir þann hóp sem á að fræða.“
Hvar innan heilbrigðiskerfisins upplifir hinsegin fólk helst fordóma og hvernig birtast þeir?
„Fordómar birtast í mörgum mismunandi formum innan heilbrigðiskerfisins. Ég ræði í mínum fyrirlestrum um stofnanabundna og einstaklingsbundna fordóma. Birtingarmynd stofnanabundna fordóma getur komið fram í öráreitum, t.d. eyðublöð gera ekki ráð fyrir hinsegin einstaklingum eða aðstaða er ekki til staðar fyrir þá. Einstaklingsbundnir fordómar eru oftast meira beinskeyttir og fela í sér áreiti eða áhugaleysi frá heilbrigðisstarfsmanni gagnvart hinsegin einstaklingi. Allt slíkt kemur niður á þjónustu gagnvart hinsegin einstaklingum og gerir það að verkum að þessi hópur veigrar sér við að leita aðstoðar.“
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að halda fyrirlestra um hinsegin heilbrigði?
„Ég sá tækifæri í því að vera með fyrirlestra um hinsegin heilbrigði þar sem það var ákveðin eyða í námsskrám um þennan tiltekna málaflokk. Fyrirlestraform er fræðsla fyrir þann hóp sem fyrirlesturinn situr og fræðsla er eitt það áhrifamesta tól sem hinsegin einstaklingar hafa í sinni baráttu. Fræðsla, þolinmæði og þrautseigja.“
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Viðtökurnar komu verulega á óvart. Flestir hafa verið þakklátir fyrir fyrirlesturinn en það hefur komið mörgum á óvart hvað þeir höfðu takmarkaða þekkingu á þessum hópi. Það eru akkúrat viðbrögðin sem ég hafði vonast eftir, þar sem það vekur umræðu innan hópa eftir að fyrirlestrinum er lokið.“
Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart á þessari vegferð?
„Það kom mér á óvart, en samt ekki, hvað heilbrigðisstéttin í heild er ómeðvituð um málefni hinsegin einstaklinga. Það kemur mér hins vegar mest á óvart hvað deildir Landspítalans hafa lítið fjármagn í höndunum til að sinna fræðslu gagnvart sínu starfsfólki og hafa því ekki burði til að sækja sér fræðslu.“
Hvar er hægt að nálgast fyrirlestur þinn og annað efni sem tengist hinsegin heilbrigði?
„Ég hélt málstofu nýlega í Háskólanum á Akureyri sem var tekin upp og má finna á vefsíðu þeirra. Annars hef ég verið að halda fyrirlestur bæði í kennslustundum í skólum og fyrir vinnustaði. Þá má senda á mig skilaboð á netfangið sigurdur@samtokin78.is. Sömuleiðis er hægt að panta hjá mér einstaklingsráðgjöf hjá Samtökunum 78 og eru upplýsingar inn á vefsíðu samtakanna.“
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Hinsegin hópar hafa setið aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Aðeins er ein deild sem hefur staðið sig með prýði þegar kemur að hinsegin hópum og sendi ég stórt hrós á deild A3 fyrir það starf sem þau sinna í dag, sömuleiðis fær Húð og kyn gott hrós fyrir að hafa verið í átaki til þess að bæta þjónustu sína til að sinna hinsegin hópum. Munum að hinsegin einstaklingar eru í öllum hópum sem leita í heilbrigðisþjónustu og þarf heilbrigðisstarfsfólk að vera með rétt tæki og tól í höndunum til að sinna þessum hópi. Ég hvet alla þá sem hafa lesið þetta viðtal til að skoða sinn vinnustað og íhuga hvort hinsegin einstaklingur sé að fá góða þjónustu þar. Aðstaða, orðræða og fræðsla skiptir höfuðmáli í góðri heilbrigðisþjónustu gagnvart minnihlutahópum.
Hvað er hinsegin heilbrigði?
„Það er mjög erfitt að útskýra svona vítt hugtak í stuttu máli þar sem hinsegin hópurinn er svo ótrúlega fjölbreyttur. Hinsegin heilbrigði snýr að samfélagslegri samþykkt gagnvart hinsegin flórunni, og áhuga hjá heilbrigðisþjónustu að sinna þessum hópi. Hinsegin heilbrigði snýr að miklu leyti að aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að samfélagslegri stöðu hinsegin einstaklinga,“ segir Sigurður og tekur fram að þetta sé einföld útskýring á mjög víðu hugtaki.
Hvernig kviknaði áhugi þinn á „stöðu“ hinsegin fólks innan heilbrigðiskerfisins?
„Ég er frekar nýr af nálinni sem hjúkrunarfræðingur en ég hef starfað innan heilbrigðiskerfisins í að verða áratug. Á þeim tíma hef ég starfað innan fjölmargra deilda, ég hef séð ótrúlega fjölbreyttan hóp einstaklinga og rætt við margt starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins. Ég, sem hinsegin einstaklingur sjálfur, hef verið að fylgjast með orðræðunni meðal starfsmanna og séð framkomu gagnvart sjúklingum sem hefur því miður verið fordómafull og ekki kerfinu til sóma. Þegar ég var í mínu námi þá heyrði ég bara talað um hinsegin einstaklinga sem sjúkdómsvædda – þá samkynhneigða menn í tengslum við HIV, trans fólk og intersex einstaklinga í tengslum við skurðaðgerðir o.s.frv. Það er aldrei rætt um fjölbreytileika hópsins og hvernig skal nálgast hópinn á viðeigandi og fagmannlegan máta. Þar fann ég mér smáverkefni eftir að ég útskrifaðist og hafði fljótt samband við Samtökin 78 og spurði hvort þau hefðu áhuga á því að hafa hjúkrunarfræðing á sínum snærum sem var raunin.“
Hvað getum við gert til að bæta stöðuna?
„Með fræðslu. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Þeir sjúklingar sem við sinnum eiga ekki að vera fastir í fræðsluhlutverki gagnvart sínum þjónustuveitanda. Heilbrigðisstofnanir þurfa að sýna frumkvæði og fá fræðslu. Háskólinn á Akureyri var nú í fyrsta skipti með hinsegin fyrirlestur inni í sinni námsskrá, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands er með það í valfagi. Skólar á öllum stigum þurfa að hafa einhverja fræðslu og þá viðeigandi fyrir þann hóp sem á að fræða.“
Hvar innan heilbrigðiskerfisins upplifir hinsegin fólk helst fordóma og hvernig birtast þeir?
„Fordómar birtast í mörgum mismunandi formum innan heilbrigðiskerfisins. Ég ræði í mínum fyrirlestrum um stofnanabundna og einstaklingsbundna fordóma. Birtingarmynd stofnanabundna fordóma getur komið fram í öráreitum, t.d. eyðublöð gera ekki ráð fyrir hinsegin einstaklingum eða aðstaða er ekki til staðar fyrir þá. Einstaklingsbundnir fordómar eru oftast meira beinskeyttir og fela í sér áreiti eða áhugaleysi frá heilbrigðisstarfsmanni gagnvart hinsegin einstaklingi. Allt slíkt kemur niður á þjónustu gagnvart hinsegin einstaklingum og gerir það að verkum að þessi hópur veigrar sér við að leita aðstoðar.“
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að halda fyrirlestra um hinsegin heilbrigði?
„Ég sá tækifæri í því að vera með fyrirlestra um hinsegin heilbrigði þar sem það var ákveðin eyða í námsskrám um þennan tiltekna málaflokk. Fyrirlestraform er fræðsla fyrir þann hóp sem fyrirlesturinn situr og fræðsla er eitt það áhrifamesta tól sem hinsegin einstaklingar hafa í sinni baráttu. Fræðsla, þolinmæði og þrautseigja.“
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Viðtökurnar komu verulega á óvart. Flestir hafa verið þakklátir fyrir fyrirlesturinn en það hefur komið mörgum á óvart hvað þeir höfðu takmarkaða þekkingu á þessum hópi. Það eru akkúrat viðbrögðin sem ég hafði vonast eftir, þar sem það vekur umræðu innan hópa eftir að fyrirlestrinum er lokið.“
Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart á þessari vegferð?
„Það kom mér á óvart, en samt ekki, hvað heilbrigðisstéttin í heild er ómeðvituð um málefni hinsegin einstaklinga. Það kemur mér hins vegar mest á óvart hvað deildir Landspítalans hafa lítið fjármagn í höndunum til að sinna fræðslu gagnvart sínu starfsfólki og hafa því ekki burði til að sækja sér fræðslu.“
Hvar er hægt að nálgast fyrirlestur þinn og annað efni sem tengist hinsegin heilbrigði?
„Ég hélt málstofu nýlega í Háskólanum á Akureyri sem var tekin upp og má finna á vefsíðu þeirra. Annars hef ég verið að halda fyrirlestur bæði í kennslustundum í skólum og fyrir vinnustaði. Þá má senda á mig skilaboð á netfangið sigurdur@samtokin78.is. Sömuleiðis er hægt að panta hjá mér einstaklingsráðgjöf hjá Samtökunum 78 og eru upplýsingar inn á vefsíðu samtakanna.“
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Hinsegin hópar hafa setið aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Aðeins er ein deild sem hefur staðið sig með prýði þegar kemur að hinsegin hópum og sendi ég stórt hrós á deild A3 fyrir það starf sem þau sinna í dag, sömuleiðis fær Húð og kyn gott hrós fyrir að hafa verið í átaki til þess að bæta þjónustu sína til að sinna hinsegin hópum. Munum að hinsegin einstaklingar eru í öllum hópum sem leita í heilbrigðisþjónustu og þarf heilbrigðisstarfsfólk að vera með rétt tæki og tól í höndunum til að sinna þessum hópi. Ég hvet alla þá sem hafa lesið þetta viðtal til að skoða sinn vinnustað og íhuga hvort hinsegin einstaklingur sé að fá góða þjónustu þar. Aðstaða, orðræða og fræðsla skiptir höfuðmáli í góðri heilbrigðisþjónustu gagnvart minnihlutahópum.