Greinar
Diplómanám í bráðahjúkrun á framhaldsstigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Hjúkrunarfræðingar í bráðaþjónustu standa sífellt frammi fyrir nýjum viðfangsefnum sem undanfarið hafa meðal annars falist í hjúkrun fjölveikra aldraðra, veikra og slasaðra ferðamanna og fleiri sem leita sér hjálpar vegna ofneyslu ópíóða, kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis.
Nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði
Emma Marie Swift varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 30. janúar síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið Efling eðlilegra fæðinga á tímum tæknivæðingar. Tækifæri og áskoranir á Íslandi.
MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Haustið 2019 hefst 90 eininga (ECTS-einingar) nám til MS-gráðu í gjörgæsluhjúkrun sem nær yfir fjögur misseri og lýkur vorið 2021.
Jöfn laun og vinnuskilyrði
Um allan heim er litið til Norðurlanda sem fyrirmyndar um kynjajafnrétti. Samt sýnir ný samanburðarskýrsla um vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga í þessum löndum fram á 20% mun á launum hefðbundinna kvenna- og karlastétta.
Kynning á lokaverkefnum til BS-gráðu í hjúkrunarfræði
Lokaverkefnisdagur var haldinn hátíðlegur í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 15. maí síðastliðinn og tókst með eindæmum vel.
Krossgáta Tímarits hjúkrunarfræðinga
PDFStyrkir til fimm gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti nýlega rúmlega tveimur milljónum króna til fimm gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001. Í ár bárust ráðuneytinu 44 umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna.
Með augum hjúkrunarfræðingsins
PDFOpið bréf til hjúkrunarfræðinga
Móðuramma mín er hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var lítil fékk ég stundum að fylgja henni eftir í vinnunni, elta hana eftir endalausum göngum Borgarspítalans, hinkra inni á kaffistofu á meðan hún sinnti einhverju sem var ekki endilega við hæfi barna og dást í hljóði að fumleysi hennar og kjarki þegar hún sprautaði einhvern í handlegginn eða skipti um umbúðir á ljótu sári. Af öllum sem ég hef haft persónuleg kynni af nálgast hún það mest að vera einhvers konar stríðshetja.
Þankastrik: Hjúkrun á landsbyggðinni
Landsbyggðin hefur alltaf heillað mig. Það er merkilegt hvað samfélög á landsbyggðinni búa yfir mikilli samkennd og kærleika fyrir hvert öðru og hversu mikilvægt það er að standa vörð um samfélag sitt og þegna þess. Fyrir rúmlega fjórum árum síðan ákvað ég að leggja land undir fót og flytjast búferlum til Vestmannaeyja.