Aðalfundur 2023
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn föstudaginn 12. maí kl. 13:00-16:45 í Norðurljósasal Hörpu og á Teams.
Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem hafa skráð sig til þátttöku á fundinn fyrir lok dags 5. maí næstkomandi og sitja hann hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Kosningarnar fara fram rafrænt líkt og í fyrra, kjörseðillinn verður aðgengilegur í gegnum snjallsíma, forskráning á fundinn er forsenda þátttöku í kosningum. Þeir sem hafa skráð sig á fundinn fá sendan hlekk mun leiða inn á skráningarsíðu þar sem þátttakendur verða auðkenndir með rafrænum skilríkjum. Að því loknu opnast upplýsingasíðu fundarins. Þar er að finna fundargögn og hlekk inn á fjarfundinn þar sem hægt er að fylgjast með og taka þátt í fundinum. Loks munu kjörseðlar birtast þar þegar að kosningum kemur á fundinum.
Dagskrá aðalfundar 2023
Föstudaginn 12. maí 2023, 13:00 - 16:45, Norðurljósasal Hörpu
13:00 Setning aðalfundar
Guðbjörg Pálsdóttir formaður
13:10 Kynning á rafrænu kosningakerfi
Þórður Höskuldsson frá Outcome
13:25 Kosning fundarstjóra og ritara
13:30 Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
Guðbjörg Pálsdóttir formaður
13:40 Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Hafdís Böðvarsdóttir fjármálastjóri og Hulda Björg Óladóttir gjaldkeri
14:00 Ákvörðun um félagsgjöld
Hulda Björg Óladóttir gjaldkeri
14:05 Ákvörðun um laun stjórna, sjóða og nefnda
Hulda Björg Óladóttir gjaldkeri
14:10 Afgreiðsla markmiða og starfsáætlunar stjórnar Fíh fyrir næsta starfsár
Hildur Björk Sigurðardóttir meðstjórnandi
14:20 Tillögur til lagabreytinga
Halla Eiríksdóttir varaformaður
14:25 Kjör í stjórn, nefndir og ráð
Ólöf Árnadóttir formaður kjörnefndar
14:45 Léttar veitingar
15:15 Önnur mál
Ályktanir
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Breyting á skráningu fag- og landsvæðadeilda
Halla Eiríksdóttir varaformaður
15:50 Niðurstöður kosninga
Ólöf Árnadóttir formaður kjörnefndar
16:10 Afhending rannsóknarstyrkja B- hluta Vísindasjóðs
Árún K. Sigurðardóttir
16:30 Afhending hvatningarstyrkja
Guðbjörg Pálsdóttir formaður
16:45 Aðalfundi slitið
Guðbjörg Pálsdóttir formaður
17:00 Hátíðardagskrá í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga
Tónlistaratriði
Sigga Eyrún, Bjarni Snæbjörns og Kalli Olgeirs
Opnun nýrrar vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Ari Brynjólfsson kynningarstjóri
Ávörp
Kristófer Kristófersson, fulltrúi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga
Ingunn Stefánsdóttir, formaður Curators, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands
Erla Salome Ólafsdóttir, formaður Eirar, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri
Ólafía Daðadóttir, fulltrúi nýútskrifaðra úr námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands - önnur háskólagráða
Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga