Hjukrun.is-print-version
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var stofnað 1919. Félagið er bæði fag- og stéttarfélag. Megintilgangur þess er að gæta hagsmuna hjúkrunarfræðinga, stuðla að þróun hjúkrunar og taka þátt í stefnumótun í heilbrigðismálum. Félagið semur um kaup og kjör fyrir félagsmenn sína.

Full aðild býðst hjúkrunarfræðingum sem greiða félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir þeirra hönd. Til að öðlast fulla aðild þarf að skila inn umsókn ásamt staðfestingu á hjúkrunarleyfi.

Umsækjandi

Vinnustaður

Nám

Staðfesting á hjúkrunarleyfi á Íslandi*

Bankaupplýsingar

Fleira

Ég vil skrá mig á póstlista Fíh
Ég hef kynnt mér persónuverndarstefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er henni samþykk/samþykkur.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Fagaðild býðst þeim hjúkrunarfræðingum sem ekki greiða félagsgjöld. Fagaðildarfélagar greiða sérstakt fagaðildargjald árlega til félagsins sem ákveðið er á aðalfundi.

Fagaðilum býðst aðgangur að fagsviði Fíh, þar með töldum námskeiðum, þingum og ráðstefnum á vegum þess. Fagaðilar hafa auk þess þátttöku- og atkvæðisrétt á árlegum aðalfundum félagsins, kosningarétt í formannskjöri og rétt til þátttöku í starfsemi fagdeilda á vegum félagsins auk kjörgengi til setu í nefndum á vegum þess.

Fagaðilar halda áunnum réttindum í orlofssjóði og geta nýtt sér orlofskosti félagsins þar til punkta þrýtur.

Til að sækja um fagaðild þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 540 6400 eða með tölvupósti: hjukrun@hjukrun.is

Lífeyrisaðild öðlast þeir félagsmenn sem hafa hafið töku lífeyris, eru hættir störfum og greiða ekki félagsgjald. Lífeyrisaðild er félaganum að kostnaðarlausu.

Lífeyrisaðilum býðst aðgangur að fagsviði Fíh, þar með töldum námskeiðum, þingum og ráðstefnum á vegum þess.

Lífeyrisaðilar hafa auk þess þátttöku- og atkvæðisrétt á árlegum aðalfundum félagsins, kosningarétt í formannskjöri og rétt til þátttöku í starfsemi fagdeilda á vegum félagsins auk kjörgengi til setu í nefndum á vegum þess.

Lífeyrisaðilar halda áunnum réttindum í orlofssjóði og geta nýtt sér orlofskosti félagsins þar til punkta þrýtur.

Rétt til aukaaðildar að félaginu eiga nemendur í hjúkrunarfræði sem lokið hafa fyrsta námsári í greininni við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða annan viðurkenndan háskóla. Nemendur í hjúkrunarfræði sem þiggja laun skv. kjarasamningi sem félagið hefur gert fyrir þeirra hönd hafa rétt á að greiða atkvæði um viðkomandi kjarasamning.

Umsækjandi

Nám

Fleira

Ég vil skrá mig á póstlista Fíh
Ég hef kynnt mér persónuverndarstefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er henni samþykk/samþykkur.
Ég samþykki að verða skráð/ur sem fullgildur félagi þegar ég hef skilað inn til Fíh staðfestingu um hjúkrunarleyfi.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála