2.
janúar 2014
Gjafabréf Icelandair voru að koma og eru í boði fyrir félagsmenn á vefnum. Í boði eru 2 gjafabréf á félagsmann en þau eru niðurgreidd af orlofssjóði Fíh. Bréfið kostar 22.000 og gildir sem 30.000 kr. greiðsla upp í ferðir til allra áfangastaða Icelandair. Ef bókuð er ferð sem kostar meira en virði gjafabréfsins nýtist gjafabréfið sem greiðsla upp í verð þeirrar ferðar. Afganginn er hægt að greiða með greiðslukorti. Til þess að kaupa gjafabréf þarf að fara inn á orlofsvefinn og velja þar "ávísanir". Við kaup á gjafabréfum dragast frá 7 punktar.