Verðlaun voru veitt einum hópi fyrir bestu kynninguna. Hópurinn sem fékk fyrstu verðlaun var með „himneska hjúkrun“ og kynnti viðbótameðferð í hjúkrun. Fíh veitti bókargjafir að verðlaunum, og fengu nemendurnir hvert um sig bókina Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld, en hópurinn samanstendur af 9 nemendum. Eva Hjörtína Ólafsdóttir sem er tengiliður félagsins við nema og nýbrautskráða hjúkrunarfræðinga afhenti verðlaunin.
|
24.
janúar 2014