Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga opnaði síðu á facebook í dag.
Þar munum við birta ýmis áhugaverð efni, tengla og myndir. Við viljum heyra hvað þið hafið að segja, lof sem last og hlökkum virkilega til að sjá félagsmenn okkar virka í umræðum á síðunni. Það er von okkar að hér muni skapast enn einn vettvangur til samskipta við félagsmenn.
Á síðunni gilda þó ákveðnar reglur, og væntum við þess að fólk virði þær. Ummæli sem eru ærumeiðandi eða snúa að einstökum persónum verða fjarlægð:
Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hvetur hjúkrunarfræðinga sem aðra til að vera varkárir í skrifum sínum, vera gagnrýnir á efni en ekki einstaklinga.
Við birtum allar athugasemdir, spurningar , lof og last en þó aðeins ef um er að ræða efni sem tengist starfsemi Fíh og er málefnalega fram sett og ekki meiðandi. Falli efni ekki undir þessa lýsingu fjarlægjum við það.
Séu einstaklingar nafngreindir eða efni innleggs auðrekjanlegt til einstaklinga, eru þau fjarlægð.
Athugið að Facebook er ekki rétti staðurinn til að leita úrlausna, leita eftir þjónustu félagsins eða setja inn kvartanir um starfsemi þess. Á vefsíðu félagins www.hjukrun.is er að finna upplýsingar um skrifstofu þess og hvert beina má erindum af þessum toga.
Ummælum eða athugasemdum sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér:www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verður þegar í stað eytt. Hver sá sem skrifar ummæli eða athugasemd á síðu félagsins gerir það á eigin ábyrgð en séu ummælin brotleg við landslög áskilur félagið sér rétt til að vísa þeim til meðferðar lögreglu.
Myndir sem birtar eru á síðunni er ekki heimilt að afrita, birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti nema með leyfi félagsins.
Vinsamlegast athugið að ekki er fylgist með þessari síðu eða innleggjum sem sett eru á hana allan sólarhringinn en við reynum að bregðast við athugasemdum eins fljótt og auðið er.