7.
febrúar 2014
Fíh vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu félagsins. Eitt af verkefnum félagsins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Formaður félagsins boðaði nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað það er sem gerir það að verkum að karlmenn leita ekki í hjúkrun og hverjar eru helstu hindranir að þeirra mati sem mæta körlum bæði í námi og störfum þeirra sem hjúkrunarfræðingar. Á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir að leiðum til að fjölga karlmönnum í hjúkrun sem félagið mun vinna áfram.