13.
febrúar 2014
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga greiddi í dag út styrki vegna A-hluta vísindasjóðs. Að þessu sinni fengu 2.836 félagsmenn greiddan styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna. Meðalgreiðsla til félagsmanns nam því 51.888 kr. Greiddar eru út 95% af þeirri fjárhæð sem launagreiðandi greiðir inn vegna hvers félagsmanns fyrir sig.
Ef þú telur þig eiga að fá greitt úr vísindasjóði en hefur ekki fengið greiðslu núna þá getur ástæðan verið sú að bankaupplýsingar vantar eða þær séu ekki réttar. Þú ert þá vinsamlegast beðin(n) um að senda bankaupplýsingarnar með tölvupósti á hjukrun@hjukrun.is
Í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög er ákvæði um það að vinnuveitenda beri að greiða sem svarar 1,5% af grunnlaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð, en úr sjóðnum fá félagsmenn greitt árlega.
Styrkirnir eru framtalsskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali, en heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skráir rafrænt alla styrki sem félagið greiðir á skattframtöl viðkomandi.
Ef þú telur þig eiga að fá greitt úr vísindasjóði en hefur ekki fengið greiðslu núna þá getur ástæðan verið sú að bankaupplýsingar vantar eða þær séu ekki réttar. Þú ert þá vinsamlegast beðin(n) um að senda bankaupplýsingarnar með tölvupósti á hjukrun@hjukrun.is
Í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög er ákvæði um það að vinnuveitenda beri að greiða sem svarar 1,5% af grunnlaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð, en úr sjóðnum fá félagsmenn greitt árlega.
Styrkirnir eru framtalsskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali, en heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skráir rafrænt alla styrki sem félagið greiðir á skattframtöl viðkomandi.