Hjukrun.is-print-version

Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti

RSSfréttir
14. febrúar 2014

Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti - fimm alþjóðleg heilbrigðissamtök undirrita rammasamkomulag um siðfræðilegt samstarf

  • Traust og virðing eru frumskilyrði fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu.
  • Á grundvelli sameiginlegra meginþátta setur rammasamkomulagið sjúklinga í fyrsta sætið, styður siðfræði í rannsóknum og nýsköpun, tryggir sjálfstæði og siðferðilegt framferði og eflir gagnsæi og ábyrgð. 
  • Samkomulagið leggur áherslu á bestu starfsvenjur ólíkra hópa sem vinna saman að bættri þjónustu við sjúklinga. 

Genf í Sviss, 14. janúar 2014 – Fimm alþjóðleg samtök á heilbrigðissviði hafa gert með sér rammasamkomulag um siðfræðilegt samstarf með það að markmiði að bæta hag sjúklinga og efla gæði umönnunar. Í rammasamkomulaginu, sem byggt er á siðareglum og heilbrigðisstefnum samtakanna fimm, eru eftirfarandi fjórir meginþættir lagðir til grundvallar:

  • Sjúklingar settir í fyrsta sæti. 
  • Stuðningur við siðfræði í rannsóknum og nýsköpun.
  • Sjálfstæði og siðferðilegt framferði sé tryggt.
  • Efling gagnsæis og ábyrgðar.

Samtökin fimm eru Alþjóðlegt bandalag sjúklingasamtaka (the International Alliance of Patients‘ Organizations - IAPO), Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (the International Council of Nurses - ICN), Alþjóðasamtök lyfjaframleiðenda og landssamtaka (the Internatioanla Federation of Pharmaceutical Manufacturers and Associations - IFPMA), Alþjóðasamtök lyfjafræðinga (the Internaional Pharmaceutical Federation - FIP) og Alþjóðasamtök lækna (World Medical Association - WMA).

Framfarir í heilbrigðisfræðum og heilsuefling byggjast á stöðugu flæði upplýsinga milli þeirra sem hlut eiga að samkomulaginu. Þó svo að starfsemi einstakra hópa lúti ákveðnum siðareglum, þá er þessu víðtæka rammasamkomulagi ætlað að ná yfir stærstan hluta heilbrigðisgeirans og gilda um samskipti sem snerta sjúklinga, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga, lækna og heilbrigðisiðnaðinn.

„Það að tryggja siðferðilegt framferði, gagnsæi og ábyrgð er lykilatriði fyrir þróun og prófun lyfja og annarrar heilbrigðistækni,“ sagði Marie-Paule Kieny, aðstoðaraðalframkvæmdastjóri heilbrigðiskerfa og nýsköpunar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). „Við hvetjum alla þá sem hlut eiga að máli til að kanna með hverjum hætti þeir geti þróað eftirlitskerfi sem styðja þessa lykilþætti.“

Athugasemdir varðandi rammasamkomulagið

ICN: Efling gagnsæis og ábyrgðar
„Kjarni rammasamkomulagsins er gagnsæi og ábyrgð í störfum okkar,“ sagði David Benton, aðalframkvæmastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga. „Með undirritun þessa samkomulags skuldbinda öll samtökin sig til opinnar, gagnsærrar og upplýstrar ákvarðanatöku og aðgerða sem stuðla að skýrt markaðri ábyrgðarskyldu okkar.“

FIP: Sjúklingar í fyrsta sæti
„Meira en nokkru sinni fyrr gerir heilbrigðisþjónustan kröfu til margþættra samskipta við sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk, iðnaðinn og aðra hagsmunaaðila,“ sagði Luc Besançon, aðalritari og framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka lyfjafræðinga (FIP). „Öll samtökin sem hafa undirritað þetta rammasamkomulag staðfestu í dag mikilvægi þess að setja sjúklingana í fyrsta sæti þannig að öll samskipti stefni að sameiginlegu markmiði og gagnist fyrst og fremst þeim sem skipta máli: sjúklingunum.“

IAPO: Tryggja sjálfstæði og siðferðilegt framferði
„Það getur reynst sjúklingum erfitt að rata rétta leið innan heilbrigðiskerfisins og þeir þurfa því að geta reitt sig á, að sú þjónusta sem þeir fá sé byggð á réttum upplýsingum,“ sagði Joanna Gorves, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðabandalags sjúklingasamtaka (IAPO). „Með því að fylgja eftir meginþáttum þessa rammasamkomulags getum við tryggt gæði í umönnun sjúklinga.“

IFPMA: Auðvelda samstarf og efla traust með staðfestingu rammasamkomulagsins
„Í heimi þar sem misvel þróuð hagkerfi kljást við brýn heilbrigðisvandamál í flóknu og síbreytilegu umhverfi hafa samvinna og traust orðið frumskilyrði,“ sagði Russell Williams, formaður IFPMA-netsins (CCN) og forseti samtaka Kanadískra lyfjarannsóknafyrirtækja (Rx&D). „Þetta rammasamkomulag staðfestir sameiginleg siðferðisgildi samtaka okkar gagnvart heilbrigðissamfélaginu í heild.“

WMA: Styðja siðfræði í rannsóknum og nýsköpun
„Heilbrigðisstarfsemi krefst þess að trúnaður og traust ríki gagnvart þeirri þjónustu sem heilbrigðisstarfsfólk veitir skjólstæðingum sínum. Í dag byggist umönnun á hópvinnu og samstarf okkar verður að vera gagnsætt, ábyrgt og faglegt,“ sagði Otmar Kloiber, aðalritari Alþjóðasamtaka lækna (WMA). „En umönnun og siðfræði eru ekki allt. Til þess að læknisfræðin geti þróast og unnt sé að gefa heiðarleg og réttlætanleg svör við fjölda spurning um sjúkdómsmeðferðir og heilsuvernd þarf greinin á vísindarannsóknum að halda. Eitt af markmiðum rammasamkomulagsins er að skapa möguleika á samstarfi um siðfræði í rannsóknum og nýsköpun.“

Tenglar:
Nálgast má Rammasamkomulag um siðfræðisamstarf sjúklingasamtaka, heilbrigðisstarfsfólks og lyfjaiðnaðarins (The Consensus Framework for Ethical Collaboration between Patients’ Organizations, Healthcare Professionals and the Pharmaceutical Industry) á slóðinni: www.ifpma.org/fileadmin/content/Publication/2014/Consensus_Framework-vF.pdf.

Siðareglur hverra aðildarsamtaka um sig má finna hjá IAPO, ICN, IFPMA, FIP, WMA.

Um ICN:
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) er samtök hjúkrunarfélaga í meira en 130 löndum og fulltrúi milljóna hjúkrunarfræðinga um heim allan. Hjúkrunarfræðingar stýra ráðinu og eru alþjóðlegir leiðtogar hjúkrunarfræðinga en markmið ICN er að tryggja gæði í hjúkrun og skýra stefnumótun í heilbrigðismálum á heimsvísu.

Um IAPO:
IAPO eru einu alheimssamtök sjúklinga af öllum þjóðernum sem vinna þvert á alla sjúkdómaflokka og stuðla að sjúklingamiðaðri heilbrigðisþjónustu um allan heim. Meðlimir samtakanna eru sjúklingasamtök sem vinna á landsvísu, í landshlutum eða alþjóðlega sem málsvarar eða stuðningshópar fyrir sjúklinga, fjölskyldur þeirra eða umönnunaraðila. Aðildarfélög IAPO eru rúmlega 200 talsins og ná til meira en 60 landa og 60 sjúkdómaflokka. Telja má að samtökin séu fulltrúi 365 milljón sjúklinga um allan heim.

Um FIP:
Alþjóðasamtök lyfjafræðinga (the International Pharmaceutical Federation - FIP) eru alheimssamtök landssamtaka lyfjafræðinga og vísindamanna í lyfjarannsóknum og eru samtökin í opinberum tenglsum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Aðildarfélög FIP eru 126 og samtökin eru þannig fulltrúi fyrir rúmlega þrjár milljónir lyfjafræðinga og vísindamanna um heim allan. Markmið FIP er heilsuefling á heimsvísu með því að stuðla að framþróun í lyfjafræðum og vísindum sem hvetur til uppfinninga, þróunar, aðgengis og öruggrar notkunar vandaðra og viðeigandi lyfja á viðráðanlegu verði fyrir alla íbúa heimsins.

Um IFPMA:
IFPMA er fulltrúi lyfjaframleiðenda og landssamtaka um heim allan. Í lyfjaframleiðslu starfar 1,3 milljón manna við rannsóknir, þróun og dreifingu lyfja og bóluefna sem bæta líf sjúklinga um víða veröld. Höfuðstöðvar IFPMA eru í Genf en samtökin starfa í tenglsum við Sameinuðu þjóðirnar og miðla heilbrigðissamfélaginu af sérþekkingu sinni til að leita lausna sem bæta heilsu mannkynsins.

Um WMA:
Alþjóðasamtök lækna (the World Medical Association - WMA) voru stofnuð til að tryggja sjálfstæði lækna og til að stefna að hæstu mögulegu siðferðisviðmiðum og framferði fyrir stéttina. Markmið WMA er að þjóna mannkyninu með því að leitast við að mæta hæstu alþjóðlegu viðmiðum í menntun lækna, læknavísindum, lækningalistum, siðareglum lækna og heilsugæslu fyrir alla íbúa heimsins.

Frekari upplýsinga má leita hjá:

Joanna Groves, IAPO
Sími +44 20 7250 8277
jo@patientsorganizations.org

Lindsey Williamson, ICN
Sími +41/22 908 0124
williamson@icn.ch 

Otmar Kloiber, WMA
Sími +33 450 40 75 75
otmar.kloiber@wma.net

Oliver van der Spek, FIP
Sími +31 70 302 1978
Oliver@fip.org

Peter Shelby, IFPMA
Sími +41/22 338 3223
Farsími +41/79 820 2599
p.shelby@ifpma.org

ICN/PR2014 #1

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála