Hjukrun.is-print-version

Formaður fundar með hjúkrunarfræðingum SFV

RSSfréttir
14. febrúar 2014


Þann 12. febrúar voru hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) boðaðir á fund með Ólafi G. Skúlasyni formanni Fíh og Cecilie B.H. Björgvinsdóttur sviðsstjóra kjara –og réttindamála Fíh.

Á fundinum, sem var afar vel sóttur, var kynnt fyrir félagsmönnum sú staða sem uppi er í kjaramálum þeirra. Annars vegar vegna jafnlaunaátaksins sem átti sér stað á árinu 2013 hjá hjúkrunarfræðingum í starfi hjá ríkinu og hins vegar staðan í kjaraviðræðum Fíh við SFV. Farið var yfir helstu áhersluatriði Fíh við gerð kjarasamningsins og gang mála.

Mikil umræða skapaðist um jafnlaunaátakið en eins og flestir vita náði það ekki til þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa innan vébanda SFV. Mikil óánægja er á meðal hjúkrunarfræðinga þessara stofnana vegna stöðu mála, sér í lagi þegar þeim var gert ljóst að ekki fæst fjármagn til þess að leiðrétta kjör þeirra til jafns á við hjúkrunarfræðinga í starfi hjá ríkinu . Það er því alveg ljóst að þetta misræmi þarf að leiðrétta í næsta kjarasamningi Fíh við SFV.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála