Hjukrun.is-print-version

Ályktun frá stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
20. febrúar 2014

Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga gagnrýnir harðlega fyrhugaðan niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hætta við 100 milljóna króna niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti frekar að efla heilsugæsluna en að skera niður, svo hún geti sem best sinnt sínu heilsuverndarstarfi og staðið undir nafni að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins líkt og heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir.

Fagdeildin hvetur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að gæta vel að þeim mannauði sem felst í hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar. Hjúkrunarfræðingar sinna mjög stórum hópi skjólstæðinga heilsugæslunnar t.d. allri ungbarnavernd og skólaheilsugæslu. Einnig eru það hjúkrunarfræðingar sem bera uppi alla heimahjúkrun heilsugæslunnar. Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar eru í auknum mæli að sinna móttöku sjúklinga með bráð og langvinn vandmál og þar með að auka aðgengi  fólks að heilsugæslustöðvunum. Auk þess sinna þeir móttökum þar sem þeir hafa eftirfylgd með fólki sem er með langvinna sjúkdóma eins og sykurskýki.   Stjórn fagdeilarinnar vill hvetja stjórnvöld og alla þá sem koma að stjórnun Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins að skerða ekki þjónustu hjúkrunarfræðinga til skjólstæðinga Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála