Hjukrun.is-print-version

Yfirlýsing vegna Biggest loser þáttanna

RSSfréttir
24. febrúar 2014


Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir séu „vottaðir af sálfræðingum, læknum og næringarfræðingum“ (http://www.skjarinn.is/einn/islenskt/biggest-loser-island/) vilja neðangreind félög senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Biggest loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda. Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem kveða skýrt á um að skjólstæðingum skuli sýnd virðing (Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012). Rannsóknir benda ennfremur til þess að áhorf á þættina ýti undir fitufordóma (Domoff o.fl., 2012; Yoo, 2013) og að litlar líkur séu á þættirnir hvetji áhorfendur til aukinnar hreyfingar og bættra lífshátta (Readdy og Ebbeck, 2012; Berry, McLeod, Pankratow og Walker, 2013).

Við viljum taka skýrt fram að meint „vottun“ sem þættirnir eru sagðir hafa fengið frá fagfólki á ekki við um fagfólk hér á landi. Enginn íslenskur heilbrigðisstarfsmaður gæti viðhaft þá nálgun gagnvart sínum skjólstæðingum sem einkennir þessa þætti án þess að það væri brot á siðareglum viðkomandi fagstéttar og gildandi lögum um heilbrigðisstarfsmenn.

Félag fagfólks um átraskanir
Félag fagfólks um offitu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Matarheill
Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Samtök um líkamsvirðingu
Sálfræðingafélag Íslands

Heimildir:
Berry TR, McLeod NC, Pankratow M, Walker J. Effects of Biggest Loser exercise depictions on exercise-related attitudes. Am J Health Behav. 2013; 37:96-103. DOI:

Domoff SE, Hinman NG, Koball AM, Storfer-Isser A, Carhart VL, Baik KD, Carels RA. The effects of reality television on weight bias: an examination of The Biggest Loser. Obesity (Silver Spring). 2012; 20:993-8.

Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr.34/2012. http://www.althingi.is/altext/stjt/2012.034.html.

Readdy T, Ebbeck V. Weighing in on NBC's The Biggest Loser: governmentality
and self-concept on the scale. Res Q Exerc Sport. 2012;83:579-86.

Yoo JH. No clear winner: effects of The Biggest Loser on the stigmatization of obese persons. Health Commun. 2013;28(3):294-303.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála