ENS4care - spurningalistakönnun þar sem safnað er upplýsingum um besta verklag hjúkrunarfræðinga
The European federation of Nurses Associations (EFN) sem Fíh er aðili að hefur opnað spurningalistakönnunina ENS4Care. Markmiðið er að safna lykilupplýsingum um fyrirliggjandi dæmi um gott verklag við notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST ) t.d. beintengt vinnuumhverfi, þjónustu, vörur, verklagsreglur, leiðsögn, klínískar leiðbeiningar, menntunar- og fræðsluáætlanir o.fl. Könnunin nær til landa ESB og EES og leitað er dæma sem varða notkun hjúkrunarfræðinga og / eða félagsráðgjafa á UST á einhverju eftirtaldra sviða: Forvarnir, klínískar starfsvenjur, sérhæfing og rafrænar lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur félagsmenn sína til að leggja sitt af mörkum með því að kynna sér verkefnið og svara spurningalistakönnuninni með því að smella hér
Könnunin verður opin til 14. mars 2014.
Áætlað er að ENS4Care verkefnið, sem er styrkt af ESB og leitt af EFN muni á tveggja ára tímabili skila gagnreyndum UST leiðbeiningum um innleiðingu rafrænnar heilbrigðisþjónustu innan hjúkrunar og félagsráðgjafar.