Í dag fengu 394 félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga endurgreiddan hluta félagsgjalda ársins 2013. Samkvæmt samþykktum um félagsgjöld á aðalfundi 2008 fá félagsmenn endurgreidd þau félagsgjöld sem þeir greiða umfram hámark, en árið 2013 samþykkti aðalfundur Fíh að festa hámarkið fyrir 2013 í 80.000 kr. Alls nam endurgreiðslan ríflega 5,7 milljónum króna.