Eins og undanfarin ár er úthlutun á vikuleigu punktastýrð og er orlofsvefurinn stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu í júní, júlí og ágúst til að bóka á neðangreindum dögum. Orlofsvefurinn verður opnaður kl. 9:00 að morgni 12. mars nk.
12.-19. mars geta þeir sem eiga 112-240 punkta bókað og greitt fyrir viku
19.-26. mars geta þeir sem eiga 82-240 punkta bókað og greitt fyrir viku
26. mars til 2. apríl geta þeir sem eiga 15-240 punkta bókað og greitt fyrir viku
Punktafrádráttur - við hverja úthlutun eru dregnir frá punktar:
Tímabilið 30. maí til 13. júní eru teknir 15 punktar í frádrátt
Tímabilið 13. júní til 8. ágúst eru teknir 30 punktar í frádrátt
Tímabilið 8. ágúst til 29. ágúst eru teknir 15 punktar í frádrátt