10.
apríl 2014
Fagdeild nýrnahjúkrunarfræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum að ekki sé lengur teymi nýrnasérfræðinga fyrir inniliggjandi nýrnasjúklinga á Landspítala. Fagdeildin telur að núverandi aðstæður skerði þjónustu, þar sem sérfræðingar í öðrum sérgreinum en nýrnalækningum bera ábyrgð á inniliggjandi nýrnasjúklingum. Samfella í þjónustu við þá verður ekki sem skyldi og gæði og öryggi þjónustunnar minnka. Það hefur í för með sér hættu á mistökum og lengri legutíma. Þróun sérþekkingar í hjúkrun nýrnasjúklinga verður hægari og hætta er á að sú þekking sem er til staðar glatist.