Kjaraviðræðum Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) vísað til ríkissáttasemjara
23.
apríl 2014
Samninganefnd Fíh vísaði í dag samningaviðræðum sínum um endurnýjun kjarasamninga við SFV til ríkissáttasemjara. Ekki hefur náðst saman um atriði samningsins að svo stöddu og telur samninganefndin tímabært að fara þessa leið.
Ríflega 200 hjúkrunarfræðingar starfa innan stofnana sem tilheyra SFV. Meðal þeirra eru til að mynda mörg hjúkrunarheimili auk Krabbameinsfélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjörg og Náttúrulækningastofnun Íslands,