Hjukrun.is-print-version

Evrópustofnun um rannsóknir í hjúkrun (ENRF)

RSSfréttir
25. apríl 2014

 

 
Herdís Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur, var kjörin í janúar 2014 formaður stjórnar nýrrar Evrópu stofnunar um rannsóknir í hjúkrun (European Nursing Research Foundation - ENRF). Evrópusamtök hjúkrunarfélaga (EFN), þar sem Herdís situr nú í stjórn, samþykktu lög fyrir nýja rannsóknarstofnun ENRF í maí 2013. Hjúkrunarfélög frá 34 Evrópulöndum eiga aðild að EFN og ENRF og er EFN málsvari yfir 6 milljón hjúkrunarfræðinga í Evrópu. Tilgangur ENRF er að efla hjúkrun og hagnýtingu rannsókna í hjúkrun með það að markmiði að hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum innan Evrópusambandsins (EU) og sækjast eftir að leiða verkefni á sviði samhæfðrar heilbrigðisþjónustu og meðferðar fyrir sjúklingahópa, sem eru styrkt eru af rannsóknarsjóðum í Evrópu undir formerkjum Horizon 2020. Aðrir meðlimir í stjórn ENRF eru Elizabeth Adams, framkvæmdastjóri faglegarar þróunar hjá INMO, Peter Carter framkvæmdastjóri RCN og Paul De Raeve framkvæmdastjóri EFN.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála