28.
apríl 2014
Þau leiðu mistök áttu sér stað að í bréflegri boðun félagsmanna á aðalfund Fíh þann 9. maí er tiltekinn rangur vikudagur. Aðalfundurinn er föstudaginn 9. maí 2014 kl. 13 en ekki fimmtudag eins og tekið er fram.
Við á skrifstofu félagsins hörmum þessu mistök og biðjumst velvirðingar á þeim. Við vonum jafnframt að þetta komi ekki að sök og að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.
Til að hafa kosningarétt á fundinum ber að skrá sig fyrir 1. maí á heimasíðu félagsins.
Bestu kveðjur,
Ólafur G. Skúlason,
formaður Fíh