Hjukrun.is-print-version

Heiðursvísindamaður LSH

RSSfréttir
12. maí 2014

 



Erla Kol­brún Svavars­dótt­ir
er heiður­s­vís­indamaður Land­spít­ala árið 2014. Erla Kolbrún er pró­fess­or við hjúkr­un­ar­fræðideild Há­skóla Íslands og formaður fagráðs í fjöl­skyldu­hjúkr­un við Land­spít­ala, en hún hlaut viðurkenninguna á Vís­ind­um á vor­dög­um síðastliðinn miðvikudag.


Árið 1987 lauk Erla Kolbrún BSc gráðu í hjúkrunarfræði frá Há­skóla Íslands 1987, og hélt utan í framhaldsnám í Wisconsin í Bandaríkjunum eftir fjögurra ára störf við Landspítalann. 1993 útskrifaðist Erla Kolbrún með MSc gráðu frá Háskólanum í Wisconsin í Madison og lauk doktorsprófi þaðan árið 1997, en ritgerð hennar bar titilinn: „Family Adaptati­on for Families of an In­fant or a Young Child with Ast­hma“. Sama ár var hún ráðin við námsbraut í hjúkr­un­ar­fræði Há­skóla Íslands og hefur verið prófessor við Háskóla Íslands síðan 2006. Auk þess hefur hún verið formaður fagráðs í fjölskylduhjúkrun á Landspítala síðan 2008.




Helstu áhersl­ur í rann­sókn­um Erlu Kol­brún­ar hafa snúið að fjölskyldurannsóknum, og þá sérstaklega að fjölskyldumeðlimum sem fást við langvinna sjúkdóma. Um þessar mundir vinnur Erla Kolbrún með rannsóknarhópi í Kanada að inn­leiðingu fjöl­skyldumiðaðrar heil­brigðisþjón­ustu á há­skóla­sjúkra­húsi í Montreal. Hér á landi snýst starf hennar og samstarfsmanna að þróun stuttra meðferðarsam­ræðna og fjöl­skyldu­hjúkr­un­ar­meðferða í tengsl­um við inn­leiðingu fjöl­skyldu­hjúkr­un­ar á Land­spít­ala, sem og að þróun þriggja mæli­tækja sem mæla upp­lifaðan stuðning, fjöl­skyldu­virkni og viðhorf fjöl­skyldumeðlima til sjúk­dóma.

Erla Kolbrún hefur einnig unnið að rannsóknum um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem hún hefur ásamt samstarfsaðilum kannað áhrif slíks ofbeldis á líkamlega og andlega heilsu kvenna og þróun einkenna áfallastreituröskunar.

Erla Kolbrún og samstarfsmenn hennar hafa þegar hlotið viðurkenningu vegna vinnu sinnar, en rannsóknir þeirra hafa þrívegis verið valdar sem áhuga­verðar  á alþjóðavísu af rit­stjór­um tíma­rit­anna Journal of Family Nurs­ing og af rit­stjóra tíma­rits­ins Journal of Advanced Nurs­ing. 

Ritrýnd­ar tíma­rits­grein­ar og bók­arkafl­ar Erlu Kol­brún­ar eru yfir 60 og ágrip nokk­ur hundruð, auk þess sem hún er rit­stjóri tveggja fræðibóka.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála