27.
maí 2014
Um fundargerð aðalfundar gilda eftirfarandi reglur:
- Skrá skal fundargerð um það sem fjallað er um á aðalfundi.
- Bóka skal sérstaklega samþykktir og ákvarðanir fundarins.
- Fundargerð aðalfundar skal birt á vefsvæði félagsins ekki seinna en viku eftir fundinn og veittur tveggja vikna frestur til athugasemda og skulu þær skráðar með fundargerðinni.
- Að þeim fresti liðnum telst fundargerð samþykkt.
- Fundagerðin og athugasemdir skulu birtast á vefsvæði félagsins.
- Fundarstjórar og fundarritarar undirrita fundargerðina.
- Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér fundargerðina sem hægt er að skoða hér.
- Athugasemdir skulu sendar á netfangið adalbjorg@hjukrun.is fyrir 10. júní. Eftir þann tíma telst fundargerðin, með athugasemdum ef einhverjar eru, samþykkt.