Fíh hefur haft samband við fyrirtækið Helsenor sem sent hefur hjúkrunarfræðingum ítrekað smáskilaboð undanfarna daga.
Við tökum fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ekki og mun aldrei gefa út símanúmer sinna félagsmanna. Helsenor fullyrðir að þeir fengu númerin eftir löglegum leiðum og staðfestu að þau eru ekki komin frá Fíh.
Félagið benti þeim á að skilaboðin koma of títt og of árla dags og ætla þeir að taka tillit til þess.
Þeir hjúkrunarfræðingar sem ekki vilja vera á listanum eru beðnir um að hafa samband við Helsenor og verða þeir þá teknir af listanum.
Netfangið þeirra er post@helsenor.no
Símanúmerið þeirra er :+47 04111
Við hvetjum alla hjúkrunarfræðinga sem ekki vilja fá þessar sendingar til að hafa samband við Helsenor.