5.
september 2014
|
Í dag tilkynnti heilbrigðisráðherra hverjir hlutu störf forstjóra Heilbrigðisstofnanna Norðurlands, Suðurlands og Vestfjarða. Starf forstjóra Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands hlaut Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc., MBA. Herdís er meðlimur í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendir Herdísi, ásamt öðrum nýskipuðum forstjórum, hamingjuóskir með starfið og óskar þeim velfarnaðar í starfi. |