Hjukrun.is-print-version

Heilsa vaktavinnufólks er lakari en dagvinnufólks

RSSfréttir
19. september 2014


Vaktavinnufólk býr við óreglulegt svefnmynstur, andlega heilsukvilla og óhollara mataræði samkvæmt niðurstöðum lokaritgerðar Nönnu Ingibjargar Viðarsdóttur, sérfræðingi hja Embætti landlæknis.



„Vaktavinnufólk sefur skemur en dagvinnufólk, á erfiðara með að sofna, vaknar oftar á nóttunni og er oftar greint með síþreytu.“ segir Nanna. Lokaritgerð hennar fjallar um áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan fólks og eru niðurstöðurnar byggðar á svörum þrjú þúsund Íslendinga við könnun Embætti landlæknis.



Að sama skapi sýna niðurstöðurnar að mataræði vaktavinnufólks er lakara: „Vaktavinnufólk borðar oftar skyndibita og drekkur oftar gos, en borðar sjaldnar grænmeti samanborið við dagvinnufólk,“ skrifar Nanna í ritgerðinni. Auk þess stendur vaktavinnufólk hallara fæti hvað andleg heilsu varðar:

„Það upplifir oftar depurð og síður að eitthvað merkilegt gerist á hverjum degi.“



Rannsóknir benda til þess að um fimmtungur fólks geti ekki unnið vaktavinnu vegna áhrifa vinnunnar á heilsuna, og bendir Nanna á að mikilvægt sé að vinnuveitendur virði reglur um hvíldartíma, þar eð þreyta eykur líkur á mistökum í vinnu og einbeiting slaknar.



Tímarit hjúkrunarfræðinga birti í 1. tbl. 2014 eftirfarandi grein um hvíldartímaákvæði kjarasamninga en hún er áhugaverð í þessu samhengi:

Færð þú næga hvíld? - Virðum hvíldartímaákvæði kjarasamninga

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála