25.
september 2014
Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér?
Efling öldrunarhjúkrunar – þarfir næstu kynslóða
Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið föstudaginn 31. október 2014 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga.
Á þinginu verður horft til framtíðar hvað varðar hjúkrunarþjónustu fyrir aldraðra sem búa heima og á stofnunum. Rýnt verður í viðfangsefni öldrunarhjúkrunar í nánustu framtíð sem og þróun og sérfræðiþekkingu í öldrunarhjúkrun.